Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 07. júní 2007 16:05
Magnús Már Einarsson
Heimild: Fréttablaðið 
Kjartan Henry fer til norskra og sænskra félaga á reynslu
Mynd: Celtic Wiew
Framherjinn Kjartan Henry Finnbogason mun fara til sænska liðsins IFK Gautaborg og liðs í Noregi á reynslu á næstunni og í kjölfarið fer hann í æfingaferð með Bristol City úr ensku fyrstu deildinni en þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Kjartan hefur leikið með Glasgow Celtic frá því í desember 2004 en hann er á förum frá félaginu í sumar.

Nokkur lið á Norðurlöndunum hafa áhuga á Kjartani og þar á meðal eru norsku liðin Brann, Stabæk og Lyn. Kjartan mun velja eitt þeirra til að fara og æfa með og þá mun hann einnig fara til Gautaborg.

Kjartan mun síðan fara í æfingaferð með Bristol 13-20.júlí en liðið mun dvelja í Lettlandi og leika þar þrjá æfingaleiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner