Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 15. júní 2007 10:59
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Dudek staðfestir að Real Madrid hafi boðið sér samning
Mynd: Getty Images
Jerzy Dudek markvörður Liverpool hefur staðfest að Real Madrid hafi gert sér samningstilboð en þessi pólski leikmaður mun yfirgefa enska félagið í sumar.

Dudek sem er 34 ára hefur verið varamarkvörður hjá Liverpool á eftir Jose Reina og nú mun Real Madrid hafa boðið honum samning en þar fengi hann væntanlega líka að verma tréverkið og vera varamaður fyrir Iker Casillas.

,,Ég verð að játa að ég hef fengið tilboð frá einu besta liði í heimi, ef ekki því besta. Ég náði að halda því leyndu í svona langan tíma þar sem að nokkrir tugir daga eru liðnir síðan þeir höfðu fyrst saman," sagði Dudek við Independent.

,,Tilboðið er heiður fyrir mér, ég er alvarlega að íhuga það núna. Nú þegar hafa samningar náðst um nokkra hluti samningsins," bætti Dudek við.
Athugasemdir
banner
banner
banner