Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   lau 16. júní 2007 15:36
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: Sky 
Njósnari Chelsea: United borguðu alltof mikið fyrir Nani
Mynd: Getty Images
Piet de Visser, njósnari Chelsea, segir að Manchester United hafa borgað of háa upphæð fyrir Nani en de Visser sem er hollenskur og persónulegur ráðgjafi Roman Abrahamovich ásamt því að vera yfirnjósnari Chelsea er talinn vera með eitt besta augað í Evrópu fyrir hæfileikum ungra leikmanna.

de Visser sagði í samtali við hollenska sjónvarpið að hann og Chelsea hefðu vitað um Nani lengi vel en þótt hann ekki vera þess virði, að borga eins háa upphæð og United gerðu.

,,Auðvitað höfum við lengi vitað af Nani," sagði hann við Tien TV.

,,Hann er hæfileikaríkur, en ef maður lítur á Evrópukeppnina í Portúgal og keppnirnar sem standa yfir í Hollandi - þá hefur hann ekki sýnt framfarir."

,,Þannig að mér finnst að Manchester United hafi borgað of mikinn pening fyrir leikmann sem hefur hæfileika en hefur ekki þroskast og bætt sig síðan á síðasta ári."

De Visser ljóstraði því einnig upp að hann var að fylgjast með allt að fjórum leikmönnum á Evrópukeppni U21 árs landsliða sem nú stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner