Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. júní 2007 15:59
Magnús Már Einarsson
Eggert: Vonast eftir tveimur háklassa leikmönnum í viðbót
Mynd: Getty Images
Eggert Magnússon stjórnarformaður og eigandi West Ham stendur í ströngu þessa dagana enda mikið að gerast á leikmannamarkaðnum í sumar. Eggert var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á Reykjavík FM 101,5 í dag.

,,Yfirleitt er ég kominn á fætur hálf sjö. Það er byrjað snemma og endað oft seint líka, það er nóg að gera," sagði Eggert í útvarpsþættinum en býst hann við fleiri leikmönnum til West Ham í sumar?

,,Ég held að það verði að minnsta kosti tveir háklassa leikmenn í viðbót."

Þá eru leikmenn einnig á förum frá West Ham. ,,Það er ljóst að fyrirliðinn (Nigel Reo-Cocker) fer og Marlon Harewood fer. Það gætu orðið nokkrir aðrir."

Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni í vor hefur verið að sækja eftir því að stig verði tekinn af West Ham og liðið fellt niður um deild eftir kaupin á Javier Mascherano og Caros Tevez en þau kaup gengu í gegn síðastliðið sumar, áður en Íslendingar eignuðust West Ham.

,,Ég hef engar áhyggjur af því máli. Við erum í úrvalsdeild og unnum okkur áframhaldandi setu í úrvalsdeild með því að fá nógu mörg stig þannig að öll barátta einhverja liða sem féllu er bara út í bláinn að mínu mati," sagði Eggert meðal annars í þættinum í dag.

Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Eggert en þar talar hann meðal annars um stuðningsmenn West Ham, kvennalandsliðið, sigra West Ham á Manchester United og Arsenal á síðustu leiktíð og framtíð Nigel Reo-Cocker.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Eggert

Athugið að til að sækja viðtalið er hægt að hægri smella á tengilinn og velja Save target as.
Athugasemdir
banner
banner
banner