Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 23. júní 2007 09:55
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: Sky 
Henry staðfestir að hann sé á leið til Barcelona
Henry í baráttunni við Rafael Marquez sem væntanlega verður liðsfélagi hans innan skamms.
Henry í baráttunni við Rafael Marquez sem væntanlega verður liðsfélagi hans innan skamms.
Mynd: Getty Images
Framherjinn magnaði, Thierry Henry, hefur greint frá því ástæðunum sem urðu til þess að hann ákvað að fara frá Arsenal og velja Barcelona. Ein af þeim er að hann gæti ekki hugsað sér lífið á Emirates vellinum án stjórans, Arsene Wenger.

Þessi franski framherji sem er við það að ganga til liðs við spænska stórliðið á, að því er talið, sextán milljónir punda og fjögurra ára samning sagði stuðningsmönnum ástæðurnar fyrir brottförinni í opnu bréfi sem birt var í Sun.

Hann viðurkenndi að brottför David Dein og mikil óvissa um framið Wenger hjá félaginu hafi verið til þess að hann ákvað að fara.

,,Arsene(Wenger) hefur verið hluti af mínu lífi eins lengi og ég get munað," skrifaði Henry. ,,Óumflýjanlega og því miður þá hefur hann sagt það að í augnablikinu ætli hann ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út þegar næsta tímabili lýkur."

,,Ég virði ákvörðun hans og heiðarleika hans en ég verð 31 árs við loka næsta tímabils og ég gæti ekki tekið áhættuna að vera þar án Arsene Wenger og David Dein."

,,Þetta er eingöngu mín ákvörðun, enginn hefur þrýst á mig til að gera eitthvað og ég mun vera fulltrúi minn í þessum viðskiptum. Mér finnst þetta vera eitthvað sem ég verð bara að gera."

Þessi fyrrverandi leikmaður Mónakó lítur björtum augum til þessarar miklu áskorunar, að leika fyrir hönd Barcelona. ,,Barcelona er frábær klúbbur með mikla hefð og spila glæsilegan fótbolta. Ég er viss um að mér eigi eftir að líða vel þarna."

,,En ég mun sakna stuðningsmanna Arsenal mikið, þeir hafa staðið við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Þeir munu alltaf eiga pláss í hjarta mínu eins og aðrir stuðningsmenn sem gera leikinn hér svo einstakan. Ég mun alltaf eiga mjög sérstök og góð tengsl við Arsenal."

Henry er talinn ganga undir læknisskoðun á mánudaginn áður en hann muni skrifa undir fjögurra ára samning við spænska stórveldið. ,,Ég á enn eftir að standast læknisskoðunina á mánudaginn en já, ég hef valið Barcelona," sagði Henry.

,,Ég mun skrifa undir fyrir næstu fjögur tímabil, ekkert hefur verið skrifað undir enn en bæði lið komust að samkomulagi á föstudag," bætti Henry svo við að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner