Frábærir stuðningsmenn írska liðsins Cork City voru mættir í Laugardalinn í gær til að styðja sína menn gegn Val í Intertoto keppninni. Við vorum á staðnum og tókum fjölda mynda af þesum mögnuðu stuðningsmönnum sem sungu hátt allan leikinn og skemmtu sér vel.
Söngvarnir eru flestir þekktir úr fóboltastúkunum en þeir sungu ýmsa söngva um lið sitt og spurðu meðal annars með söng hvort Valsmenn væru Shelbourne í dulargervi en það er eitt af liðunum í írsku deildinni.
Þegar þeim þótti Valsmenn ekki láta nógu mikið heyra í sér sussuðu þeir svo skyndilega á allan hópinn og sungu lagið ,,It´s oh so quiet" sem Björk gerði vinsælt á sínum tíma.
Við tókum einnig nokkrar hljóðupptökur af stuðningsmönnunum og vonandi heyrist nógu vel á þeim til að skila stemmningunni til ykkar.
Hljóðdæmi 1
Hljóðdæmi 2
Hljóðdæmi 3
Hljóðdæmi 4
Söngvarnir eru flestir þekktir úr fóboltastúkunum en þeir sungu ýmsa söngva um lið sitt og spurðu meðal annars með söng hvort Valsmenn væru Shelbourne í dulargervi en það er eitt af liðunum í írsku deildinni.
Þegar þeim þótti Valsmenn ekki láta nógu mikið heyra í sér sussuðu þeir svo skyndilega á allan hópinn og sungu lagið ,,It´s oh so quiet" sem Björk gerði vinsælt á sínum tíma.
Við tókum einnig nokkrar hljóðupptökur af stuðningsmönnunum og vonandi heyrist nógu vel á þeim til að skila stemmningunni til ykkar.
Hljóðdæmi 1
Hljóðdæmi 2
Hljóðdæmi 3
Hljóðdæmi 4
Athugasemdir