Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   þri 26. júní 2007 13:38
Magnús Már Einarsson
Heimild: AP 
Miroslav Klose til Bayern Munchen (Staðfest)
Bayern Munchen hefur keypt þýska framherjann Miroslav Klose frá Werder Bremen. Klose sem var markakóngur á HM í fyrra hafði áður ákveðið að fara til Bayern næsta sumar þegar að samningur hans við Werder Bremen átti að renna út.

Bayern Munchen náði hins vegar samkomulagi við Werder Bremen um kaupverð á kappanum og mun hann því strax fara til félagsins.

,,Bayern uppfyllti okkar væntingar og við samþykktum félagaskiptin undir þeim kringumstæðum," sagði Klaus Allofs stjóri Werder Bremen.

Werder Bremen gaf kaupverið ekki upp en Bild dagblaðið segir að Bayern borgi fimmtán milljónir evra fyrir Klose.
Athugasemdir
banner
banner