Fjórða ágúst næstkomandi mun ný sjónvarpsstöð Sýn 2 fara í loftið en hún mun einungis fjalla um enska boltann, það er að segja ensku úrvalsdeildina og næstefstu deild, Championship en um 380 leikir verða í beinni á stöðinni næsta vetur.
Stöðin var kynnt í höfuðsstöðvum KSÍ í Laugardal í dag en þar var meðal annars mættur Andy Gray sparkskýrandi frá Sky Sports.
Fyrir utan beinar útsendingar verður nóg af öðru athyglisverðu efni á stöðinni og meðal annars munu Guðni Bergsson og Heimir Karlsson vera með þáttinn 4-4-2. Hann verður á dagskrá klukkan 19:10 á laugardagskvöldum og þar verður farið yfir alla leiki laugardagsins í úrvalsdeildinni.
Aðrir þættir á stöðinni auk beinna útsendinga verða Premier League review, Premier League preview, Premier League world, 1001 goals, Season Highlights, Goals of the season, Ten seasons - a decade of great goals, PL classic matches og The UK masters cup.
Stök áskrift að Sýn 2 mun kosta 4390 krónur en stöðin er nokkuð ódýrari ef að fólk er í M12 og þá munu ársmiðahafar stöðvarinnar eiga kost að fá afslátt af þjónustu hjá fjórum samstarsfyrirtækjum.
Athugasemdir