Keflavík gerði sér lítið fyrir og lagði danska félagið FC Midtjylland 3-2 á Keflavíkurvelli í kvöld. Þjálfarinn Kristján Guðmundsson var að vonum ánægður með sína menn en sagði þetta ekki vera nein draumaúrslit.
,,Nei, draumaúrslit hefðu verið 7-0 sko, en að vera 2-0 undir eftir tuttugu mínútur og vinna leikinn, 3-2, það er stór sigur og þetta sýnir alveg frábæran karakter í liðinu,” sagði Kristján við Fótbolti.net eftir leikinn í kvöld.
,, Við vissum að við þyrftum að lifa fyrstu tuttugu mínúturnar af en það tókst nú ekki alveg. Við vissum að við myndum fá færi gegn þessarri vörn af því að það eru veikleikar í henni og þegar okkur tókst loksins að fara á hana þá fengum við víti og mark.”
Eigum við ekki að segja að við áttum það inni að eiga svona þrumumark,” sagði Kristján um sigurmark Símuns Samuelssonar en hann vissi þó að hans menn voru ekki aðeins óheppnir á fyrstu tuttugu mínútunum.
,,Við sýndum þeim of mikla virðingu í byrjun og vorum ekki nógu 'aggressive' í þá, þá fengum við á okkur tvö mörk. Um leið og þessi raunveruleiki blasti við leikmönnunum þá tóku þeir sig bara á! Það er bara gott.”
,,Á meðan staðan er þessi erum við áfram en það er náttúrulega en þetta er naumt. Á meðan það er möguleiki þá keyrum við bara á hann en það verður gríðarlega erfitt. Það er bara 0-0, þá erum við áfram,” sagði Kristján að lokum.
Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku þann fimmtudaginn 2. ágúst.
Athugasemdir