BÍ/Bolungarvík sem leikur í 3.deildinni í B-riðli hefur fengið gríðarlegan liðstyrk fyrir lokaátökin í deildinni en þeir hafa fengið til sín Kamerúna að nafni Julien Mayada.
Mayada sem er sóknarmaður hefur leikið undanfarin sjö ár í neðri deildum í Þýskalandi og lék til að mynda með Stutgart Kickers þegar þeir voru í næstefstu deild. Síðustu tvö ímabil hefur hann spilað með TSV 05 Schönaich þar sem hann skoraði 13 mörk í 24 leikjum fyrir liðið á síðasta tímabili.
BÍ/Bolungarvík er sem stendur í 3.sæti B-riðils með 16 stig en á leik til góða og því möguleikarnir á því að komast í úrslitakeppnina góðir.
Þá hafa BÍ/Bolungarvík endurheimt Óttar Kristinn Bjarnason sem kemur frá Stjörnunni en Óttar er 23 ára sóknarmaður sem hefur skoraði mikið af mörkum fyrir BÍ/Bolungarvík á síðustu árum.
Athugasemdir