Tindastóll frá Sauðárkróki tryggði sér í kvöld síðasta sætið í 2.deild karla eftir 2-1 tap gegn BÍ/Bolungarvík fyrir vestan. Fyrri leikur liðanna endaði með 3-0 sigri Tindastóls og því fóru leikar 4-2 samtals fyrir Stólana. Vegna fjölgunar á liðum í bæði úrvals og 2.deild þá fóru 5 lið uppúr 3.deildinni í ár.
Tindastóll fóru erfiðu leiðina uppúr deildinni að þessu sinnu. Eftir að hafa verið í 2.sæti sins riðils þá mættu þeir liði Víðis sem stóð svo uppi sem sigurvegari 3.deildar þar sem þeir töpuðu samanlagt 6-4. Næst mættu þeir liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði þar sem Tindastóll vann samanlagt 4-3 eftir harða rimmu.
Þá var einungis síðasta verkefnið eftir og það var gegn liði Bí Bolungarvíkur þar sem Tindastóll vann samanlagt 4-2. Þar með er ljóst hvaða fimm lið fara uppúr 3.deildinni í ár en það eru auk Tindastóls, Grótta, Víðir, Hamar og Hvöt.
Þrjú lið eru ennþá í fallhættu í 2.deild en það eru Sindri, ÍH og Magni frá Grenivík en eitt þeirra fellur niður í 3.deild. Þá fara þrjú lið upp um deild og berjast ÍR, Selfoss og KS/Leiftur um tvö laus sæti um hvert þeirra fylgir Haukum upp í 1.deildina. Þar berjast 7 lið um það halda sér uppi um deild en aðeins eitt fellur. Liðin sem ennþá geta lennt í neðsta sæti og þar með fallsæti eru Þór, Víkingur Ó. KA, Stjarnan, Leiknir Reynir Sandgerði og Njarðvík
Athugasemdir