Heimild: Vefsíða Aftureldingar
John Andrews fyrrum leikmaður írska félagsins Cork City og hins enska Coventry City er genginn í raðir Aftureldingar og mun leika með liðinu í 2. deildinni á næstu leiktíð. Auk þess mun Andrews verða aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfari 2. flokks karla hjá félaginu.
Andrews er varnarmaður sem lék með Cork City á Írlandi auk þess sem hann var á mála hjá enska félaginu Coventry á árunum 1995-1998.
Hjá Aftureldingu hittir hann fyrir Gareth O´Sullivan sem er þjálfari meistaraflokks kvenna en báðir eru þeir Írar. Þeir unnu áður saman við þjálfun í Bandaríkjunum og náðu þar góðum árangri.
Afturelding leikur í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð en O´Sullivan kom liðinu upp í hóp þeirra bestu á sínu fyrsta starfsári hjá félaginu.
Athugasemdir