Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mán 29. október 2007 12:33
Stefán Guðberg Sigurjónsson
Heimild: Sporting Life 
Liverpool á eftir Goran Pandev?
Liverpool eru sagðir vera á eftir Goran Pandev, sem hefur verið að spila vel fyrir Lazio á þessu tímabili.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir, eftir að hafa spilað frábærlega í Serie A á síðasta tímabili.

Þá átti Pandev stórleik þegar hann skoraði bæði mörk Lazio í 2-2 jafntefli gegn Real Madrid í Meistaradeildinni fyrr á þessu tímabili.

Frammistaða hans er talin hafa vakið athygli Rafa Benitez og er hann líklega að leita að nýjum sóknarmanni þar sem Peter Crouch gæti verið á leið frá félaginu í janúar.

Lazio vill halda Pandev í höfuðborginni en Bayern Munchen hefur einnig áhuga á kappanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner