Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 08. nóvember 2007 14:29
Magnús Már Einarsson
Guðjón, Grétar Sigfinnur og Gunnar Örn í KR (Staðfest)
Frá undirskriftinnni í dag.
Frá undirskriftinnni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Gunnar Örn Jónsson skrifuðu nú í hádeginu undir samninga við KR á fréttamannafundi hjá félaginu auk þess sem félagið framlengdi samninga við Kristinn Magnússon, Björgólf Takefusa, Stefán Loga Magnússon og Guðmund Reyni Gunnarsson.

Samningur Guðjóns gildir til fimm ára en Grétar Sigfinnur og Gunnar Örn sömdu til fjögurra ára. Þá var einnig staðfest að Logi Ólafsson verður þjálfari KR áfram og Sigursteinn Gíslason verður aðstoðarmaður hans. Einnig mun Þormóður Egilsson koma að séræfingum hjá meistaraflokki og KR akademíunni.

Kristinn Magnússon gerði samning við KR til ársins 2010, Björgólfur Takefusa út næsta tímabil og þeir Stefán Logi og Guðmundur Reynir til ársins 2011.

Varnarmaðurinn Grétar Sigfinnur kemur til KR frá Víkingi en hann þekkir til í Vesturbænum því hann ólst upp hjá KR og lék með félaginu til ársins 2003.

Gunnar Örn sem er 22 ára gamall kantmaður kemur til KR frá Breiðablik en samningur hans við Kópavogsliðið rennur út um áramótin.

Guðjón sem er U21 árs landsliðsmaður kemur frá Stjörnunni en hann var valinn efnilegasti leikmaðurinn í annarri deild árið 2005 og í fyrstu deild í fyrra.

Síðar í dag munum við á Fótbolta.net birta viðtöl við þessa þrjá nýju leikmenn KR sem og við Loga Ólafsson þjálfara og Rúnar Kristinsson yfirmann knattspyrnumála hjá KR.
Athugasemdir
banner
banner