Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mið 05. desember 2007 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Valur.is 
Ingólfur Sigurðsson stendur sig vel hjá Heerenveen
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: valur.is
Hinn 14 ára gamli Ingólfur Sigurðsson sem gekk í raðir Heerenveen í Hollandi frá Val í sumar hefur staðið sig vel með U-15 ára liði félagsins upp á síðkastið.

Á vefsíðu Vals kemur fram að Ingólfur leiki með U-15 ára liðinu en æfi að mestu leyti með eigin aldurshópi. Hann skoraði tvö flott mörk og lagðiu upp það þriðja í 3-0 sigri liðsins á AFC frá Amsterdam á laugardag.

Það var níunda mark Ingólfs í átta leikjum en hann er langmarkahæsti leimkaður liðsins. Hann spilar yfirleitt á vinstri kanti.

Ingólfur flutti til Hollands með fjölskyldu sinni þar sem þau verða í eitt ár og hafa stefnt að því að snúa aftur til Íslands næsta sumar. Gunnar yngri bróðir Ingólfs hefur einnig leikið með yngri flokkum Heerenveen en hann er 5. flokks leikmaður.

Fyrir hjá Heerenveen eru tveir aðrir efnilegir íslenskir leikmenn. Arnór Smárason og Björn Jónssson sem báðir eru af Akranesi og hafa vakið athygli fyrir frammistöðu sína Arnór var í fyrsta sinn í leikmannahópi aðalliðs Heerenveen um helgina eftir góða frammistöðu með varaliðinu. Björn var í úrvalsliði Evrópumóts U17 ára landsliða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner