Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   fim 31. janúar 2008 21:44
Magnús Már Einarsson
Heimild: Setanta Sports 
Mancini til Manchester City (Staðfest)
Manchester City hefur fengið Filippo Mancini að láni frá Inter út tímabilið en hann er sonur Roberto Mancini þjálfara ítölsku meistaranna.

,,Filippo Mancini mun spila á Englandi með Manchester City," segir í yfirlýsingu á heimasíðu Inter í kvöld.

Hinn 17 ára gamli Filippo var á reynslu hjá Manchester City í síðustu viku og náði að heilla Sven Goran Eriksson.

Filippo hefur fengið fá tækifæri með aðalliði Inter en hann lék þó sinn fyrsta leik í ítalska bikarnum á dögunum.

Hann vonast hins vegar væntanlega eftir því að fá fleiri tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner