U16 ára lið karla lagði Möre & Romsdal 4-2 í leik liðanna í Kórnum í gærkvöld þar sem Ingólfur Sigurðsson leikmaður Heerenveen átti stórleik og skoraði tvö glæsileg mörk, það fyrra beint úr aukaspyrnu. Viggó Kristjánsson úr Gróttu skoraði þriðja markið og fjórða markið skoraði Hilmar Þór Kárason úr Hvöt. Hér að neðan má sjá úrval mynda úr leiknum.
Athugasemdir