Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.
Í þessari viku er athugað hvernig stemning er hjá KS/Leiftri en liðið leikur í 1.deild í sumar eftir að hafa farið upp úr 2.deildinni síðastliðið haust.
Ragnar Hauksson spilandi þjálfari liðsins situr fyrir svörum að þessu sinni.
Hvernig er stemningin hjá KS/Leiftri?
Stemningin í Fjallabyggð er ávallt mjög góð og er mikil tilhlökkun hjá leikmönnum að takast á við verkefni sumarsins.
Er liðið mikið breytt frá því síðastliðið sumar?
Nokkrar breytingar. Dusan er farinn, Ferry (Ferenc Beres) verður ekki og Guðjón Þór Ólafsson er farinn í Ými. Við höfum fengið Þorvald Svein til baka frá KA, William Geir frá Fjarðabyggð og svo hafa Kristófer Beck frá Dalvík og Grétar Örn Sveinsson tekið fram skóna að nýju eftir bakmeiðsli. Síðan höfum við fenginn Serbann Ede, Milos Tanasic og tvo Blika, Hrafn og Guðjón.
Nú misstuð þið Dusan Ivkovic, einn sterkasta varnarmanninn í 2.deild á síðustu leiktíð. Það hlýtur að vera mikið áfall?
Nei
Þorvaldur Þorsteinsson var í liði ársins og var frábær í marki ykkar á síðustu leiktíð. Hann gat hins vegar ekkert æft með ykkur vegna anna í vinnu. Verður hann með ykkur í sumar?
Hann verður á sínum stað en það verður sama staða á honum. Hann verður inni á Akureyri en kemur þó til að æfa aðeins meira en í fyrra því hann æfði ekki neitt í fyrra. Annars er kannski ekkert gott að láta hann æfa því hann er kannski bestur þegar hann æfir ekki neitt og spilar bara en hann verður með Þorvaldi Sveini og þeir keyra á milli.
Býstu við að fá fleiri leikmenn fyrir sumarið?
Verið að skoða þessi mál.
Hver eru markmiðin fyrir sumarið?
Vinna hvern einasta leik.
Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað?
Hlaup á gangstéttum og svo höfum við hisst um helgar í leikjum enda menn dreifðir vítt og breitt um landið. 4 á Sigló- 6 á Ólafsf - 6 á Akureyri - 1 fyrir Austan - 4 í Reykjavík - 2 í Serbíu
Hver er helsti styrkleiki ykkar?
Þolum ekki að tapa.
Ertu sáttur við spilamennsku og árangur liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikarnum?
Má alltaf gera betur en þegar litið er heilt yfir er ég nokkuð sáttur.
Er einhver leikmaður úr liði ykkar sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar?
Já. Þetta verður fyrst og fremst hópurinn sem skiptir öllu máli en auðvitað þurfa einhverjir leikmenn að stíga upp og þar sé ég ákveðna leikmenn sem ég vill kannski ekki alveg nafngreina. Fyrst og fremst er þetta samstaða í hópnum og ef það fúnkerar vel þá er ekki spurning að það verða einhverjir leikmenn sem hafa möguleika á að sýna sig.
Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 1.deildinni í sumar?
Erfitt að segja þar sem ég hef séð mjög fá lið spila.
Eitthvað að lokum?
Áfram KS/LEIFTUR
Eldra úr liðnum hvað er að frétta?
1.deild:
Njarðvík (13.mars)
2.deild:
Hvöt (27.mars)
Völsungur (6.mars)
3.deild:
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Athugasemdir