Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   þri 08. apríl 2008 07:50
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af Berserkjum?
Einar Guðnason (til hægri) ásamt Bjarna Lárusi Hall, Badda í Jeff Who?, en hann leikur með Berserkjum.
Einar Guðnason (til hægri) ásamt Bjarna Lárusi Hall, Badda í Jeff Who?, en hann leikur með Berserkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þessu sinni er kíkt á stemninguna hjá Berserkjum sem leika í 3.deild en liðið er eins konar varalið fyrir Víking Reykjavík.

Einar Guðnason og Viggó Briem þjálfa liðið en sá fyrrnefndi situr fyrir svörum að þessu sinni.


Hvernig er stemningin hjá Berserkjum? Stemningin í Berserkjum er frábær, enda er þetta frábært lið skipuðum frábærum, fallegum og lífsglöðum einstaklingum

Hvernig er liðið uppbyggt? Liðið er að mestu leiti byggt á gömlum Víkingum þó að inn slæðist annars konar líður á milli. Því allir eru velkomnir í Berserki á meðan þeir eru sæmilega léttir í grímunni. En að ölli gamni slepptu er það byggt í kringum mig og Viggó.

Er liðið mikið breytt frá því síðastliðið sumar? Að mestu leiti er þetta byggt á svipuðum mannskap. Við höfum þó misst nokkra í Víking og aðra í vitleysuna. Við höfum fengið nokkra í staðin en kjarninn er að mestu sá sami.

Hvernig er samstarfinu við Víking háttað? Aðallega þannig að ruslinu er hent í okkur og hirt svo aftur þegar þeir eru orðnir sæmilegir og í staðin fáum við æfingatíma og alls kyns góðgæti frá þeim. Svo sjá strákarnir um gæslu á heimaleikjum og fleira

Hver eru markmiðin fyrir sumarið? Markmiðið er að lúkka sem best í fallegu búningum okkar og vinna hvern einasta leik því annars er lítið gaman af þessu.

Gamla kempan Björn Bjartmarz fékk félagaskipti á dögunum, mun hann leika með ykkur í sumar? Það er bara undir honum sjálfum komið. Fyrst þarf hann að losa sig við 2-3 kíló. Hann fær enga sér meðhöndlun hjá þjálfarateyminu þrátt fyrir forna frægð og allt það. En ef allt gengur að óskum þá ætti hann að ná alla vega 10 mínútum í einhverjum leiknum í sumar.

Hvernig gengur þjálfarateymið sem þú og Viggó Briem myndið saman? Þetta er án efa það alsterkasta þjálfarateymi sem ég hef orðið vitni af og ég dauðöfunda strákana að fá að spila undir okkar stjórn.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað? Við höfum verið að æfa tvisvar í viku síðan í nóvember. Þrisvar ef við teljum tjúttin um helgar með. Mætingin hefur verið lala nema á tjúttið, þar er hún 100%. En það er einhvern vegin þannig að með hækkandi sól þá hækkar mætinga prósentan. Síðasta mánuðinn höfum við verið með rúmlega 20 manna hóp á æfingum. Við Viggó höfum svo mest verið að æfa hjá sjúkraþjálfaranum og það verður líklega þannig eitthvað lengur enda gamlir í hettunni.

Hver er helsti styrkleiki ykkar? Okkar helsti styrkleiki er glæsileiki inná vellinum og kænska þjálfaranna, þá aðallega í að setja sjálfa sig inná

Ertu sáttur við spilamennsku og árangur liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikarnum? Æfingaleikirnir komu misvel út. Sumir hræðilega aðrir þokkalega en það hefur verið stígandi í þessu og við höfum verið sæmilega sáttir við síðust tvo leiki okkar. Svo þegar það fer að hlýna í veðri og þjálfaranir reima á sig skóna fer þetta á blússandi gang.

Er einhver leikmaður úr liði ykkar sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar? Ég held að Gamla Briemið gæti komið á óvart. Þ.e.a.s. ef hann finnur skóna sína. Þá er spurning með Bjössa Bjartmarz en það hefur lítið farið fyrir honum síðasta áratuginn. Spurninga hvort þjálfararnir ná að kveikja aftur í greddunni í gamla. Svo er vonandi að það verði lítið að gera hjá Jeff Who? svo að Baddi geti einbeitt sér að boltanum í staðin fyrir að vera fullur uppi á sviði alla daga.

Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 3.deildinni í sumar? Ég hef lítið séð af hinum 3. deildarliðunum svo ég á erfitt með að svara þessu en ég held að liðin úti á landi sem hafa peninga og bæjarfélög á bakvið sig séu ansi líkleg.

Eitthvað að lokum? Við Berserkir óskum eftir fjársterkum aðilum til að hjálpa til við rekstur félagsins. Að reka knattspyrnufélag kostar peninga. Þá sérstaklega þegar það þarf að reka poppstjörnur og jafn dýra þjálfara og raun ber vitni.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Einar í gegnum [email protected]



Eldra úr liðnum hvað er að frétta?

1.deild:
KS/Leiftur(3.apríl)
Njarðvík (13.mars)

2.deild:
Hvöt (27.mars)
Völsungur (6.mars)

3.deild:
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner