William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   fim 24. apríl 2008 08:26
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af KFR?
Viktor S Jacobsen (til hægri) ásamt ungum leikmanni KFR.
Viktor S Jacobsen (til hægri) ásamt ungum leikmanni KFR.
Mynd: KFR
Mynd: KFR
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Andrijan.net
Mynd: Guðmundur Karl
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild en á næstunni verður liðurinn á dagskrá tvisvar í viku.

Í dag er kíkt á stemninguna hjá KFR sem leikur í 3.deildinni annað árið í röð.

Þjálfari liðsins er Viktor S Jacobsen og hann svaraði nokkrum spurningum um liðið.


Hvernig er stemmningin hjá KFR þessa dagana?
Mjög góð enda varla annað hægt eftir þrjá sigurleiki í Lengjubikar nú á dögunum. Þetta er ungt lið með nokkrum eldri mönnum, við erum ekki hengja haus yfir neinu, það er kjarni í liðinu sem er á sama aldri og þeir þekkja vel hvorn annan og þeir eru svo til alltaf kátir. Við erum svo aðeins byrjaðir að æfa á grasi og það finnst mönnum alltaf gaman.

Hvernig er liðið uppbyggt?
Svo til allir eru uppaldnir hjá KFR, úr yngri flokkum, stærsti hlutinn eru strákar á miðári í öðrum flokk ásamt nokkrum eldri mönnum og þeir hafa hækkað meðalaldurinn svolítið, en allflestir eiga það sameiglegt að vera fæddir í sýslunni. Það eru þó fjórir eins og er sem eru aðkomumenn en þeir hafa átt heima hér í sveit í nokkur ár. Ég hef reynt að hafa það þannig að þeir sem vilja verða með mega það, enda erum við orðnir fleiri núna. Þess vegna erum við með lið í öðrum flokk í ár og get ég séð að sá flokkur verði til í svona tvö til þrjú ár og vonandi að meistarflokkur sé kominn til að vera.

Á síðasta tímabili náði liðið ekki að sigra í neinum leik í 3.deildinni en í Lengjubikarnum í ár hefur verið annað uppi á tenignum og þrír sigrar komið í hús. Hvað hefur breyst?
Já við náðum bara þremur stigum á síðasta tímabili. Í fyrra vorum við með mjög ungt lið, reyndar sama lið og núna, það voru margir að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki og nokkir höfðu bara spilað síðast í 7 manna bolta í fjóðra flokk fyrir utan fáa leiki í utandeild. Þeir leikjahæstu voru kannski með 30-40 yngri flokka leiki á bakinu svo í raun máti búast við erfiðu sumri. Enda sagði einhverstaðar í einhverju blaðaviðtali að ég þyrti að finna búð sem selur þolimæði. En nú eru flest allir búnir að spila um 15 -20 meistarflokksleiki og strákarnir í öðrum flokk voru í Faxaflóamóti í vetur, þannig að það er komin smá reynsla í hópinn og mistökum okkar hefur fækkað svo um munar. Svo erum við búnir að æfa mun betur í vetur, eins og að hlaupa og lyfta.

Hvar leikur félagið heimaleiki sína og hvar er æfingaaðstaða?
Það er á Hvolsvallarvelli eins og er en við höfum líka Helluvöll og reyndar einn völl í viðbót undir fjöllum svo við erum vel settir með velli. Við erum svo með gott æfingarsvæði á Hvolsvelli við hliðina á vellinum. Allt er þetta náttrúrulegt gras en misgott eins og gengur. Á veturnar æfðum við inni eins var gert í gamla daga og svo höfum við sparkvöll. Það er helst að okkur vanti búnigsaðstöðu. Ég hugsa að við séum með þann stærsta á landinu það er nefnilega þannig að við eigum einn aukaklefa í íþróttamiðstöðinni sem við látum gestina fá en við förum sjálfir inn í íþróttasal.

Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað hjá ykkur?
Ætli það hafi ekki bara byrjað á síðasta sumri? því að við tökum lítið frí, tvær vikur í haust og svo aftur tvær um jólin. Við erum ekki með margar æfingar á viku, svona að meðaltali þrjár á viku. Við æfum úti í á grasi á haustin meðan að dagsbirta leyfir en eftir það förum við á sparkvöllinn og svo inn í hús þegar kuldinn kom og lyftum með að jafnaði 2 til 3 í viku. Aftur á sparkvöllinn þegar að vetur konugur gaf sig og þá bætum við hlaupum við og drógum úr lyftingum, svo núna í vor höfum við spilað nokkra æfingaleiki plús Lengjubikar, á næstunni er svo bara æfa vel og með góðum fríum á milli fram að móti,

Ertu sáttur við árangur og spilamennsku liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikar?
Já reyndar ég er mjög sáttur við okkar leik enda varla annað hægt miðað við árið áður, við höfum verið að reyna finna út hvaða leikkerfi hentar okkur best og svo hvar menn eiga að vera. Frá síðasta sumri erum við búnir próa mörg kerfi en eins staðan er í dag virðist við vera búnir að finna eitthvað sem hentar okkur vel og 75 % vinningshlutfall og sjö mörk í plús er eitthvað sem ég átti ekki von í Lengjubikar.

Hver er helsti styrkleiki ykkar?
Ég bara veit það ekki alveg, við erum ekki búnir að spila marga leiki. Bæði ég og hinir erum ekki með mikla reynslu eða samburð við eitthvað annað, ég spilaði sjálfur bara í yngri flokkum og aðeins verið í meistarflokk, en það er létt yfir okkur þó að sumarið í fyrra hafi verið svona, það er góður mórall á milli okkar og okkur líður bara vel hér í sveitinni enda ekkert til stressast yfir. Þetta er bara fótbolti og það er eitthvað til þess að hafa gaman að ef við vinnum ekki þá er þetta góður félagsskapur sem brýtur upp tilveruhringinn.

Hvert er markmið liðsins í sumar?
Við svo sem vitum það ekki, okkur fannst nú á tímabili í fyrra bara þrauka þetta sumar út, við höfum talað um það okkar á milli að bæta okkur um 100% í öllu, hver yrði ósáttur við það? fleiri stig, skora fleiri mörk, og þá á okkur færi. En ef við skoðum það þá dugar það ekki neitt og við myndum aftur vera í nefsta sæti, en eftir Lengjubikarinn nú í ár getum við kannski aðeins skoðað okkur betur hvar við stöndum og sett okkur markmið út frá því.

Er einhver leikmaður úr ykkar liði sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar?
Já það geta allir sprungið út því við eigum langt í land með það að spila góðan bolta þó vissulega séu batamerki á leik okkar.

Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 3. deildinni í sumar?
Það er erfitt að segja. Ég held allt sé jafnara núna eftir það er búið að fjölga í deildum fyrir ofan okkur. Ég vona að vinir mínir á Selfossi og í Eyjum fari alla leið, þeir eiga að vera með lið í það. Svo eru það Reykjavíkurliðin eins og KV, KB og fleiri, það er erfitt að spá í liðin fyrir Austan þar þekki ég lítið til. En það lið sem heldur út sumarið með góðan mannskap getur klárað svona deild.

Eitthvað að lokum?
Já ég vona allir eigi gott fótboltasumar og þakka Fótbolta.net fyrir fréttafluting úr 3.deild.



Eldra úr liðnum hvað er að frétta?

1.deild:
KS/Leiftur(3.apríl)
Njarðvík (13.mars)

2.deild:
Hvöt (27.mars)
Tindastóll (15.apríl)
Völsungur (6.mars)

3.deild:
Árborg (17.apríl)
Berserkir (8.apríl)
KFS (22.apríl)
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner