Heimild: Sky
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United var jafn ósáttur og Carlos Queiroz aðstoðarmaður sinn eftir 2-1 tap gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag en Michael Ballack skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 86. mínútu sem var dæmd eftir að sending Michael Essien fór í hendi Michael Carrick.
,,Til að byrja með, ef leikur á að ráðast á vítaspyrnum, þá eigum við ekki neinn möguleika síðustu vikurnar," sagði Ferguson við Sky Sports News.
,,Byrjum gegn Middlesbrough, leikmaður Middlesbrough hendir sér niðru og ver boltann frá Ronaldo sex metrum frá Mike Riley dómara, augljós vítaspyrna og við fáum hana ekki."
,,Svo er Rooney kominn í gegn, og línuvörðurinn, sami og í dag, flaggar rangstöðu þegr hann er fimm metrum frá rangstöðu. Glen Turner er línuvörðurinn og í dag hefur hann gefið vítaspyrnu í svona stórum leik."
,,Boltinn var að fara til Rio hvort eð er. Drengurinn hefur ekki lyft höndum sínum frá líkamanum. Hann fór í hendina, ég veit það, en að taka svona ákvörðun í stórleik eins og þessum, og mínútum áður hafði Ballack gripið um háls Ronaldo í hornspyrnu og Carrick var keyrður niður."
,,Ef ákveða á úrslit leikja, og ef við eigum að tapa deildarleikjunum útaf vítaspyrnum, þá getum við allt eins hætt núna. Þetta er mikið áfall fyrir okkur, fáránleg ákvörðun. Ég tel þetta svívirðilega ákvörðun að fá vítaspyrnu gegn sér í stórleik eins og þessum útaf því sem línuvörðurinn segir."
Athugasemdir