Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings, Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.
H vað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.
Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á Val.
Um Val:
Þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og það er alveg ljóst að þeir ætla ekki að láta titilinn átakalaust af hendi. Þeir verða gríðarlega sterkir og ekki minnkar stemmningin við það að þeir fái að spila flesta ef ekki alla leikina á sínum eigin heimavelli. Þeir virðast hafa allt til alls. Þeir eru búnir að búa til flotta umgjörð í einu og öllu og eru með mjög öflugan leikmannahóp, þjálfara og starfsfólk þar í kring.
Styrkleikar:
Þeirra helsti styrkur er margir mjög góðir leikmenn, bæði leikmenn með mikla reynslu og svo yngri menn sem leita í reynslubanka þeirra. Þessi mikla og góða breidd leikmanna sem á eftir að reynast vel í “lengra” móti.
Veikleikar:
Ég sé ekki marga veikleika en það má kannski segja það að það gæti orðið veikleiki að Helgi Sigurðsson hefur verið töluvert í meiðslum ásamt Baldri Aðalsteinssyni. Ef þeir verða lengi frá í byrjun þá veikir það liðið töluvert enda frábærir leikmenn þar á ferð.
Gaman að fylgjast með:
Pálmi Rafn Pálmason tel ég að eigi eftir að eiga frábært tímabil, hann lítur þannig út í vorleikjunum og hefur bætt sig sem mjög sem leikmaður undanfarin ár. Ég hugsa að hann eigi eftir að springa út í sumar.
Lykilmaður:
Atli Sveinn Þórarinsson í vörninni, Guðmundur Benediktsson og Helgi Sigurðsson í sóknarleiknum.
Þjálfarinn:
Willum Þór Þórsson þjálfar Val fjórða árið í röð. Hann náði frábærum árangri með liðið á sinni fyrstu leiktíð en undir hans stjórn varð liðið í öðru sæti í deild og vann VISA bikarinnn eftir að hafa komið upp úr 1. deildinni.
Á síðustu leikíð gerði hann liðið að Íslandsmeisturum og fram til þessa hefur liðið unnið þrjá af fjórum mögulegum titlum á undirbúningstímabilnu. Áður en Willum kom til Vals var hann hjá KR þar sem hann skilaði tveimur Íslandsmeistaratitlum.
Hann er eini íslenski þjálfarinn sem hefur stjórnað liði til sigurs í öllum deildum á Íslandi og keppnum. Hann kom til KR fyrir tímabilið 2002 eftir að hafa stýrt Haukum upp í 1. deildina og á sínu fyrsta ári hjá KR stjórnaði hann sínu liði til sigurs í deildinni og endurtók leikinn svo í hittifyrra er liðið varð Íslandsmeistari. Willum hafði áður unnið 1. deild með Þrótti 1997, 3 deild með Haukum 2000 og 2. deild með Haukum 2001.
Líklegt byrjunarlið Vals í upphafi móts:
Völlurinn:
Valur hefur verið í vandræðum undanfarin ár og leikið heimaleiki sína á Laugardalsvelli meðan framkvæmdir hafa verið við Hlíðarenda. Til stóð að hefja leik þetta árið á Vodafonevellinum við Hlíðarenda en líklegt er að þeir verði að hefja leik á öðrum velli til að byrja með þar sem völlurinn er ekki tilbúinn til notkunar.
Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna Vals eru: Guðni Bergsson fyrrum fótboltamaður, Hemmi Gunn, Halldór "Henson" Einarsson, Séra Pálmi Matthíasson, Stefán Hilmarsson poppari, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Óttar Felix Hauksson.
|
|
Spáin |
nr. |
Lið |
Stig |
1 |
Valur
|
186
|
2 |
|
163
|
3 |
|
162
|
4 |
|
150
|
5 |
|
130
|
6 |
|
109
|
7 |
|
92
|
8 |
|
85
|
9 |
|
50
|
10 |
|
49
|
11 |
Fjölnir |
48 |
12 |
Grindavík |
24 |
Um félagið |

Valur
Stofnað 1911
Titlar:
Íslandsmeistarar (19): 1930, 1933, 1935, 1936,1937, 1938, 1940, 1943, 1944, 1945, 1956, 1966, 1967, 1976, 1978, 1980, 1985, 1987, 2007.
Bikarmeistarar (8):
1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005.
Búningar:
Hummel
Aðalbúningur:
Peysa: Rauð / Buxur: Hvítar / Sokkar: Hvítir
Varabúningur:
Peysa: Blá / Buxur: Hvítar / Sokkar: Rauðir (eða bláir)
Opinber vefsíða:
Valur.is |
Komnir og farnir |
Nýjir frá síðasta sumri: |
(Kristján Hauksson úr Fram)
Albert Brynjar Ingason úr Fylki |
Farnir frá síðasta sumri: |
Jóhann Helgason, í Grindavík
Kristján Hauksson í Fjölnir (á láni)
Andri Valur Ívarsson í Fjölni
Örn Kató Hauksson í Hamrana/Vini
Sigurður Bjarni Sigurðsson, hættur |
Koma til baka úr láni |
Torfi Geir Hilmarsson, úr Aftureldingu |
Leikmenn Vals |
nr. |
Nafn |
Staða |
1. |
Kjartan Sturluson |
Markvörður |
2. |
Barry Smith |
Varnarmaður |
3. |
Steinþór Gíslason |
Varnarmaður |
4. |
Gunnar Einarsson |
Varnarmaður |
5. |
Atli Sveinn Þórarinsson |
Varnarmaður |
6. |
Birkir Már Sævarsson |
Varnarmaður |
7. |
Sigurbjörn Hreiðarsson |
Miðjumaður |
8. |
Baldur Bett |
Miðjumaður |
9. |
Hafþór Ægir Vilhjálmsson |
Miðjumaður |
10. |
Helgi Sigurðsson |
Framherji |
11. |
Pálmi Rafn Pálmason |
Miðjumaður |
12. |
Einar Marteinsson |
Varnarmaður |
13. |
Baldur Þórólfsson |
Varnarmaður |
14. |
Kristinn Hafliðason |
Varnar/Miðju |
15. |
Dennis Bo Mortensen |
Framherji |
16. |
Baldur Aðalsteinsson |
Miðjumaður |
17. |
Guðmundur S. Hafsteinss. |
Miðjumaður |
20. |
Rene Carlsen |
Varnarmaður |
21. |
Bjarni Ólafur Eiríksson |
Varnarmaður |
23. |
Guðmundur Benediktsson |
Framherji |
24. |
Albert Brynjar Ingason |
Framherji |
29. |
Kristinn Geir Guðmundss |
Markvörður |
30. |
Daníel Hjaltason |
Framherji |
Leikir Vals |
Dags: |
Tími |
Leikur |
10. maí |
16:15 |
Keflavík - Valur |
14. maí |
19:15 |
Valur - Grindavík |
19. maí |
19:15 |
Fylkir - Valur |
25. maí |
19:15 |
Valur - Fjölnir |
2. júní |
19:15 |
HK - Valur |
8. júní |
14:00 |
Valur - Breiðablik |
16. júní |
19:15 |
ÍA - Valur |
24. júní |
19:15 |
Valur - FH |
29. júní |
16:00 |
Þróttur - Valur |
6. júlí |
19:15 |
Valur - Fram |
10. júlí |
19:15 |
KR - Valur |
19. júlí |
14:00 |
Valur - Keflavík |
27. júlí |
19:15 |
Grindavík - Valur |
7. ágúst |
19:15 |
Valur - Fylkir |
11. ágúst |
19:15 |
Fjölnir - Valur |
17. ágúst |
19:15 |
Valur - HK |
24. ágúst |
18:00 |
Breiðablik - Valur |
31. ágúst |
18:00 |
Valur - ÍA |
13. sept |
16:00 |
FH - Valur |
18. sept |
17:15 |
Valur - Þróttur |
21. sept |
16:00 |
Fram - Valur |
27. sept |
14:00 |
Valur - KR |
|