Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 11. maí 2008 23:27
Gunnar Gunnarsson
Heimild: Soccernet 
Skotland: Celtic sigraði og jók forskot sitt á Rangers
Leikmenn Celtic fögnuðu sigri í dag
Leikmenn Celtic fögnuðu sigri í dag
Mynd: Getty Images
Skosku meistararnir í Glasgow Celtic sigruðu Hibernian 2-0 á heimavelli í dag. Það voru mörk frá Stephen McManus og Scott McDonald sem skildu liðin að.

Celtic hefur 86 stig í efsta sætinu en erkifjendur þeirra í Rangers fylgja fast á hæla þeirra með 82 stig og eiga þar að auki tvo leiki til góða.

Leikmenn Rangers sigruðu lið Dundee United 3-1 á heimavelli sínum á laugardeginum, þar sem þjálfari gestanna jós úr skálum reiði sinnar yfir störfum dómarans Mike McCurry.

Levein þjálfari Dundee kvartaði yfir því að sitt lið hefði átt að fá vítaspyrnu og í kjölfarið átti dómari leiksins að víkja David Weir varnarmanni Rangers af velli fyrir brotið. Auk þess brást hann æfur við þegar algjörlega löglegt mark frá leikmanni hans Danny Swanson var dæmt af vegna rangstöðu.

Levein var brjálaður eftir leikinn og sagði:

,,Mike hefði getað hringt í mig í morgun og sagt við mig, Sjáðu nú til, Rangers koma til með að fá þrjú stig í dag, segðu bara þínum mönnum að vera heima hjá sér."

,,Það er útilokað að vinna hérna í mikilvægum leikjum. Dómarinn vissi að ef hann hefði dæmt vítaspyrnu þá þyrfti hann að reka David Weir af velli."
Athugasemdir
banner
banner