Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild en á næstunni verður liðurinn á dagskrá tvisvar í viku.
Hamar úr Hveragerði leikur í fyrsta skipti í annarri deild í ár en liðið tekur á móti Reyni Sandgerði á morgun. Því er tilvalið að kíkja á stemninguna í Hveragerði.
Örn Sölvason fyrirliði Hamars svaraði nokkrum laufléttum spurningum og hér að neðan má sjá afraksturinn.
Hvernig er stemmningin í Hveragerði þessa dagana?
Stemningin er nokkuð góð, loksins komnir á gras og hópurinn að stækka, það er hugur í okkur sem og bæjarbúum og mikil tilhlökkun að takast á við þetta verkefni að vera í
fyrsta skipti í 2.deild.
Er leikmannahópurinn mikði breyttur frá því í fyrra?
Já hann hefur breyst nokkuð mikið. Við erum búnir að missa frá okkur nokkra leikmenn úr liðinu en það eru sterkir leikmenn að koma inn sem koma frá t.d Stjörnunni, Skaganum og 3.erlendir leikmenn. Ekki má gleyma ungu strákunum sem eru að koma upp og eru einu ári eldri og verða eflaust hungraðir í að fá að spila.
Nú er liðið í fyrsta skipti í 2.deild. Er mikil stemming í Hveragerði fyrir sumrinu?
Já eins og ég sagði hér að ofan þá er hugur í bæjarbúum og leikmönnum.
Ykkur er spáð neðsta sæti í deildinni. Kemur sú spá þér á óvart?
Nei þar sem við erum nýliðar í þessari deild og okkur hefur ekkert gengið sérstaklega vel á undirbúningstímanum þá er það ekkert skrítið, en okkar markmið er að halda okkur i deildini og byggja upp sterkt lið i Hveragerði.
Hvernig hefur undirbúningstímabilinu verið háttað hjá ykkur?
Við höfum verið að æfa 6 til 10 strákar á gervigrasinu hjá Fylki og Aftureldingu. Æfingarnar hafa verið mjög seint á kvöldin þar sem ekki er gervigras í Hveragerði en það stendur vonandi til bóta.
Ertu sáttur við árangur og spilamennsku liðsins í æfingaleikjum og Lengjubikar?
Nei auðvitað ekki, það getur engin verið sáttur við svona spilamennsku. Við höfum ekki sýnt okkar rétta andlit á þessu undirbúningstímabili, en það hefur þó verið að lagast í undanförum leikjum og getum við bara orðið betri.
Hver er helsti styrkleiki ykkar?
Okkar styrkleiki er að við höfum trú á því sem við eru að gera og held ég að það muni skila sér í lok tímabils.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Vera í deildini er okkar aðalmarkmið og allt fyrir ofan 10 sætið er plús.
Er einhver leikmaður úr ykkar liði sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar?
Já ég nefni engin nöfn en það eru nokkrir sem eiga mikið inni og eiga eftir að koma mörgum á óvart.
Hvaða lið telur þú sigurstranglegast í 2. deildinni í sumar?
Ég held að Víðir og ÍR verði að berjast um 1 sætið.Við spiluðum við ÍR í Lengjubikarnum og þeir eru mjög sprækir.
Eitthvað að lokum?
Ég vil þakka Fótbolti.net fyrir góða umfjölum og ég vil minna á leikinn sem fram fer í Hveragerði á morgun föstudag kl: 20.00 við Reyni Sandgerði.
Áfram Hamar og allir á völlinn.
Eldra úr liðnum hvað er að frétta?
1.deild:
KS/Leiftur(3.apríl)
Njarðvík (13.mars)
2.deild:
Höttur (29.apríl)
Hvöt (27.mars)
Tindastóll (15.apríl)
Völsungur (6.mars)
3.deild:
Árborg (17.apríl)
Berserkir (8.apríl)
KB (13.maí)
KFR (24.apríl)
KFS (22.apríl)
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Þróttur Vogum (6.maí)
Athugasemdir