Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 15. maí 2008 14:33
Hörður Snævar Jónsson
Sigurvin Ólafsson í Gróttu (Staðfest)
Sigurvin í leik með FH síðasta sumar.
Sigurvin í leik með FH síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Sigurvin Ólafsson fyrrum leikmaður FH er gengin í raðir Gróttu en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sigurvin sem er Vestmannaeyingur hefur leikið með Fram, KR, ÍBV og FH hér á landi og hefur orðið Íslandsmeistari með þremur síðustu liðunum.

,,Ég er alla vegana skráður þarna og ef ég held mér í formi þá spila ég kannski," sagði Sigurvin í samtali við Fótbolta.net

Hann hefur verið að æfa með af og til í vetur. ,,Ég er búinn að vera að æfa slatta en ég er ekki kominn í neitt form," sagði Sigurvin en nokkur lið höfðu samband við hann þegar hann ákvað að hætta í FH.

,,Þau gerðu það á haustdögum en þegar leið á vorið þá áttuðu þau sig á því að það var ekkert að fara að gerast," sagði Sigurvin að lokum í samtali við Fóbolta.net

Grótta eru nýliðar í annarri deild karla en liðið mætir ÍR í fyrstu umferðinni í annarri deild karla annað kvöld
Athugasemdir
banner
banner