Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 20. maí 2008 09:53
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Liverpool fær hægri bakvörðinn Degen frá Dortmund (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur gengið frá samningum við Philipp Degen hægri bakvörð Borussia Dortmund og mun hann ganga til liðs við félagið 1.júlí þegar að samningur hans við þýska liðið rennur út.

Þessi 25 ára gamli leikmaður mun berjast við Alvaro Arbeloa og Steve Finnan um hægri bakvarðarstöðuna hjá Liverpool.

,,Styrkleiki hans er að fara fram á við. Hann er sóknarsinnaður leikmaður með mikinn kraft og hugarfar sigurvegara," sagði Rafael Benitez stjóri Liverpool.

Degen á að baki 26 landsleiki fyrir Svisse hann kom til Dortmund frá Basel fyrir þremur árum síðan.

,,Þegar ég fékk tilboð frá Liverpool var ekki spurning að ég myndi taka því, Þeir eru eitt af særstu félögum í heimi og mér hlakkar til áskoruninnar að sanna mig hér og spila í bestu deildinni," sagði Degen.
Athugasemdir
banner
banner
banner