Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
banner
   fös 06. júní 2008 11:00
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Heimasíða Heerenveen 
Heerenveen sér á eftir Ingólfi Sigurðssyni
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeffrey Talan, þjálfari U-15 ára liðs Heerenveen í Hollandi, segir það hafa verið gríðarlegan missi fyrir liðið þegar Ingólfur Sigurðsson ákvað að snúa heim til Íslands og ganga til liðs Vals á nýjan leik í mars síðastliðinn.

Ingólfur, sem er gríðarlega efnilegur, gekk í raðir Heerenveen síðasta sumar og þótti strax sýna frábæra hæfileika. Hann ákvað hinsvegar að snúa aftur heim til Íslands seinni hluta vetrar.

U-15 ára liðið endaði að lokum í 8. sæti í 12 liða deild og segir Talan að liðið hefði án nokkurs vafa hlotið fleiri stig ef Ingólfur hefði verið innanborðs allt til loka tímabilsins.

,,Ef þú horfir raunsætt á hlutina þá er 8. sætið ekki ásættanlegur árangur. Við hefðum hæglega getað endað ofar og er það brotthvarfi Ingólfs að mestu um að kenna hvernig fór að lokum,” sagði Talan á heimasíðu Heerenveen.

,,Hann var með heimþrá og ákvað að snúa aftur heim sem var mikil synd fyrir okkur. Hann skoraði ellefu mörk (af 28 mörkum liðsins) og er leikmaður með mikla hæfileika.”

Lokastaðan í hollensku U-15 ára deildinni:

1. Ajax 22 leikir 62 stig
2. FC Groningen 22 50
3. AZ Alkmaar 22 39
4. FC Volendam 22 31
5. Haarlem 22 29
6. FC Twente/Heracles 22 29
7. Stormvogels Telstar 22 28
8. Heerenveen 22 28
9. Go Ahead Eagles 22 26
10. AFC 22 25
11. Vitesse/AGOVV 22 20
12. Cambuur L. 22 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner