Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar tökum við púlsinn hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild en á næstunni verður liðurinn á dagskrá tvisvar í viku.
Að þessu sinni rennum við í Garðabæ og skoðum stemninguna hjá Stjörnunni.
Daníel Laxdal fyrirliði liðsins tók að sér að svara nokkrum spurningum.
Hvernig er stemmningin hjá Stjörnunni þessa dagana?
Stemmningin hjá okkur er mjög góð eins og er og mun bara aukast þegar líða tekur á tímabilið. Verið er að vinna í að bæta klefann hjá okkur og þá bara bætist við stemmninguna. Vorum einmitt að fá playstation 2 þangað og það er aldrei leiðinlegt svo vill Bjarki Páll endilega bæta við fleiri speglum svo hann geti dáðst af sjálfum sér meira. Enda gullfallegur maður þar á ferð. En það mun bara koma í ljós.
Er leikmannahópurinn mikið breyttur frá því í fyrra?
Já má segja það. Árangur liðsins var ekki nógu góður í fyrra og það þurfti aðeins að bæta í hópinn. Sérstaklega þurfti að bæta varnarleik liðsins og með komu Bjössa,Kára, Haffa og Stóra T( Tryggvi) þá erum við orðinir mjög sterkir þar. Það er svo ekki slæmt að hafa síðan Bjarna fyrir aftan þá. Síðan var slæmt að missa Markaskorarann og hjartaknúsarann Gauja B frá liðinu en það koma menn í manns stað og þeir Zoran og Ellert eru komnir nýjir inn til að hjálpa liðinu að gera sumarið skemmtilegt hérna í Garðabænum.
Ertu sáttur við byrjun ykkar í sumar?
Já, já þetta er ágætis byrjun hjá okkur. Hefðum átt að klára fyrsta leikinn á móti Njarðvík og svo vorum við einfaldlega bara lélegir í góða “logninu” í eyjum. En alltaf má gera betur og við erum bara að styrkjast leik eftir leik.
Er mikill fótboltaáhugi í Garðabæ?
Já, ég mundi segja það. Það er glæsilegt barna og unglingastarf hjá stjörnunni og þar eru hellingur af ungum og efnilegum fótboltamönnum. Bæði í karla og kvennaflokki. Svo er það ekki verra að það er komið annað félag í Garðabæinn en það er liðið KFG sem er að byrja núna í 3. deildinni og það er bara frábært. Þannig að það er greinilega nægur áhugi fyrir knattspyrnunni í Garðabæ.
Bjarni Jóhannsson tók við þjálfun liðsins síðastliðið haust. Hefur mikið breyst með komu hans?
Já, eins og flestir vita þá er Bjarni Jó mjög reyndur og góður þjálfari. Hann hefur komið með mikinn metnað og aga inn í klúbbinn sem er mjög gott fyrir Stjörnunna. Það er svona komin ákveðinn úrvalsdeildar fýlingur í Stjörnunna og það styrkir okkur bara í baráttunni í deildinni.
Hvert er markmið liðsins í sumar?
Það er klárlega að komast upp. Það er ekki flóknara en það. Takk fyrir!
Ykkur er spáð 3.sæti í 1.deildinni í sumar. Er sú spá raunhæf?
Við erum ekkert að velta okkur eitthvað mikið uppúr því hvar okkur er spáð. Erum reyndar í 3.sæti eins og er en samt bara 5 umferðir búnar og það á mikið eftir að breytast t.d það að við eigum eftir að fara ofar. Enda eins og áður hefur komið fram þá er markmiðið að komast upp.
Er einhver leikmaður úr ykkar liði sem þú telur að eigi eftir að springa út í sumar? Maður vonar að sjálfsögðu að flestir muni springa út í sumar því annars verður erfitt að komast upp í úrvalsdeildina en maður hefur heyrt svaka sögur af þessum Laxdal bræðrum. Samt sem áður held ég að það verði eldri bróðirinn sem mundi springa út. Enda betri, myndarlegri og gáfaðri.
Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 1. deildinni í sumar?
Held að ÍBV séu mjög liklegir til að komast í úrvalsdeildina. Þeir eru núna efstir og ekki bunir að fá á sig mark. Svo eru þeir einnig með mjög sterkan heimavöll sem er effitt að ná í stig. En það er ekki séns að þeir vinni þegar þeir koma í Garðabæinn. Vildi bara láta þá vita.
Eitthvað að lokum?
Já fyrir þá sem fýla góða tónlist ..tékkiði þá á þessum lögum...www.myspace.com/etpmetal
Eldra úr liðnum hvað er að frétta?
1.deild:
KS/Leiftur(3.apríl)
Njarðvík (13.mars)
Selfoss (29.maí)
2.deild:
Hamar (15.maí)
Höttur (29.apríl)
Hvöt (27.mars)
Reynir Sandgerði (23.maí)
Tindastóll (15.apríl)
Víðir Garði (23.maí)
Völsungur (6.mars)
3.deild:
Árborg (17.apríl)
Berserkir (8.apríl)
KB (13.maí)
KFR (24.apríl)
KFS (22.apríl)
Knattspyrnufélag Garðabæjar (19.mars)
Skallagrímur (20.maí)
Snæfell (5.júní)
Þróttur Vogum (6.maí)
Athugasemdir