Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 15. júlí 2008 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafnaði ósk Vals um að fá Prince Rajcomar
Prince Rajcomar fer ekki til Vals.
Prince Rajcomar fer ekki til Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur hafnað ósk Íslandsmeistara Vals um að fá framherjann Prince Rajcomar á láni út tímabilið. Þetta staðfesti Ólafur Björnsson hjá meistaraflokksráði karla í Breiðabliki í samtali við Fótbolta.net í gærkvöld.

Prince Rajcomar er 23 ára gamall hollenskur framherji sem kom til Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.

Hann lék 16 leiki með Breiðablik í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð og skoraði í þeim sex mörk auk þess sem hann skoraði þrjú mörk í þremur bikarleikjum.

Hann hefur skorað fimm mörk í 10 leikjum liðsins á þessari leiktíð auk þess sem hann skoraði eitt mark í einum leik í VISA-bikarnum.

Valsmenn hafa misst Birki Má Sævarsson frá félaginu nú í mánuðinum en hann er farinn í atvinnumennsku hjá Brann í Noregi.

Þá er Pálmi Rafn Pálmason á leiðinni til Stabæk í Noregi en Valur hefur samþykkt tilboð í hann.

Valsmenn hafa fengið til sín danska framherjann Henrik Eggerts frá Fram en lánuðu Daníel Hjaltason til Víkings um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner