Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 26. júlí 2008 10:59
Hafliði Breiðfjörð
Viðtal - Brett Maron: Aldrei skrítin hugmynd að koma til Íslands
Brett Maron.
Brett Maron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maron í leik gegn Val.
Maron í leik gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brett Maron markvörður Aftureldingar var valin besti erlendi leikmaðurinn og besti markvörðurinn í Landsbankadeild kvenna í sérstu uppgjöri síðunnar á fyrri hluta deildarinnar fyrr í vikunni. Hún segir í spjalli við Fótbolta.net að hún hafi verið spennt fyrir því að koma til Íslands að spila.

,,Satt að segja vissi ég ekki einu sinni að þið velduð besta markvörðinn eða besta erlenda leikmanninn fyrir umferðir 1-9 svo ég var ekkert að huga um hvort ég yrði valin," sagði Maron í samtali við Fótbolta.net.

Brett spilaði fyrir SoccerPlus í Conneticut síðasta sumar þar sem fyrrverandi landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Tony DiCico, þjálfaði hana en ákvað að koma alla leið til Íslands fyrir tímabilið hér á landi og leika með Aftureldingu.

,,Það var aldrei neitt skrítin hugmynd fyrir mig að koma til Íslands því ég hef verið undirbúin undir það lengi að fara þangað sem fótboltinn með leiða mig því hann er svo stór hluti lífs míns. Ég vissi að ég myndi fara og spila í öðru landi eftir skóla og þegar það var ljóst að það land yrði Ísland varð ég spennt."

Afturelding er í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig en hefur fengið á sig aðeins 11 mörk fæst allra utan yfirburðarliða Vals og KR sem hafa fengið á sig sjö og átta.

,,Mér finnst svakalegur munur á styrk deildarinnar frá liðunum á toppi deildarinnar til liðanna á botninum," sagði Maron. ,,Mér finnst efstu tvö liðin svakalega sterk og hæfileikarík, en það er svo svakalegur munur að spila gegn þeim miðað við liðin í kringum botnsvæðið."

Dómgæsla hefur alltaf verið umdeild hér á landi en þó var stigið jákvætt skref í Landsbankadeild kvenna þetta sumarið þegar eftirlitsmenn dómara hafa verið settir á næstum alla leiki. Brett hefur leikið í Bandaríkjunum og hefur því samanburð á milli deilda.

,,Mér finnst dómgæslan svipuð og í Bandaríkjunum þar sem sumir eru góðir og aðrir slakir. En það mikilvægasta sem leikmaður er að láta dómarann ekki hafa áhrif á hvernig maður er að spila. Sem leikmaður verður maður að geta verið hafinn yfir aðstæðurnar og staðið sig vel fyrir liðið."

Brett Maron fer ekki utan til Bandaríkjanna áður en tímabilinu lýkur þar sem hún hefur lokið skólagöngu sinni í heimalandinu og því mun hún klára tímabilið með Aftureldingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner