Ómar Jóhannsson varði oft á tíðum meistaralega þegar að Keflvíkingar unnu 4-1 sigur á ÍA í Landsbankadeildinni í gær. Hann er leikmaður 15.umferðar hér á Fótbolta.net.

Ómar Jóhannsson er 27 ára gamall markvörður. Ómar lék með Keflavík í upphafi knattspyrnuferilsins en fór síðan til Svíþjóðar og var meðal annars á mála hjá Malmö. Árið 2002 lék hann sína fyrstu meistararflokksleiki með Keflavík. Hann hefur síðan þá leikið með Keflavík fyrir utan árið 2004 en þá var hann á mála hjá Bunkeflo í Svíþjóð.
,,Í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum alveg. Eftir jafnar fyrstu mínútur fannst mér við eiga leikinn. Í seinni hálfleik ná þeir góðri byrjun og komast inn í þetta. Þetta var smá heppnismark, hann fór í mig og inn, þetta var bæði gott og heppni. Þá gefum viðp pínulítið eftir, það kemur smá skrekkur í okkur."
,,Við náðum að standa af okkur mesta storminn og við vitum að þegar að lið fara að sækja mikið á okkur þá opnast fyrir fljótu mennina okkar og það gerðist. Enn einu sinni kom síðan menn inn af bekknum og klára leikinn fyrir okkur."
Keflvíkingum hefur gengið vel í sumar og Ómar er einnig ánægður með eigin frammistöðu í markinu.
,,Mér hefur gengið nokkuð vel í flestum leikjunum og verið stöðugur. Ég er sáttur við minn leik og ætla að reyna að halda þessu áfram. Það er alltaf hægt að bæta sig meira og það er það sem ég er að vinna í."
,,Fyrir utan sjálfar fótboltaæfingarnar hefur maður verið að taka í gegn ýmsa þætti. Hugar, matarræði, hvíld og fleira. Ég er líka með mjög góðan markmannsþjálfara sem er á öllum æfingum og það skiptir gríðarlegu máli. Hann hugsar vel um mig og það skiptir miklu máli í dag."
,,Það er bara þannig að við markmennirnir erum að spila aðeins öðruvísi íþrótt en útileikmennirnir og við höfum sérþarfir sem að þarf að sinna."
Stuðningsmenn Keflvíkinga hafa látið vel í sér heyra í mörgum leikjum í sumar en þeir fjölmenntu meðal annars á Skagann í gær.
,,Við erum með stórkostlega stuðningsmenn og það skiptir rosalegu máli. Þegar að vel gengur fáum við ennþá fleira fólk en það sem er mikilvægt er að í þessum leikjum sem hefur ekki gengið vel þá hefur stuðningurinn alltaf verið til staðar. Það skiptir rosalega miklu máli. Stuðningurinn skiptir jafnvel meira máli í leikjunum sem gengur ekki vel í. Þá hefur maður virkilega fundið fyrir því hvað við eigum góða menn uppi í stúku."
Keflvíkingar eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði FH.
,,Það hlýtur að segja sig sjálft að við erum mjög ánægðir með það. Við erum búnir að ná í mikið af stigum og vinna mikið af leikjum þannig að við erum sáttir við það. Við höfum sett okkur ákveðinn markmið og vinnum eftir þeim."
,,Einstaklingarnir hafa sett sér markmið og liðið hefur sett sér markmið sem við vinnum markvisst eftir. Það er að skila sér að vissu leyti. Það eru ýmsir þættir sem hafa verið teknir í gegn og nálgast aðeins öðruvísí á þessu tímabili og það er að skila sér ágætlega," sagði Ómar að lokum við Fótbolta.net.
Sjá einnig:
Leikmaður 14.umferðar - Matthías Vilhjálmsson (FH)
Leikmaður 13.umferðar - Auðun Helgason (Fram)
Leikmaður 12.umferðar - Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 11.umferðar - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Leikmaður 10.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 9.umferðar - Arnar Grétarsson (Breiðablik)
Leikmaður 8.umferðar - Guðjón Baldvinsson (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Prince Rajcomar (Breiðablik)
Leikmaður 6.umferðar - Tommy Nielsen (FH)
Leikmaður 5.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir