Nú síðdegis var lið ársins í 2.deild karla opinberað á Silfur við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 2.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.
Markvörður:
Atli Már Rúnarsson (Magni)
Varnarmenn:
Bjarki Már Árnason (Tindastóll)
Baldvin Jón Hallgrímsson (ÍR)
John Andrews (Afturelding)
Miðjumenn:
Rannver Sigurjónsson (Afturelding)
Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)
Knútur Rúnar Jónsson (Víðir Garði)
Árni Freyr Guðnason (ÍR)
Tómas Joð Þorsteinsson (Afturelding)
Sóknarmenn:
Paul Clapson (Afturelding)
Elías Ingi Árnason (ÍR)
Varamannabekkur:
Kjartan Páll Þórarinsson (Afturelding), markmaður
Elvar Lúðvík Guðjónsson (ÍR), varnarmaður
Magnús Einarsson (Afturelding), varnarmaður
Sölvi Davíðsson (Grótta), miðjumaður
Óskar Snær Vignisson (Hvöt), miðju og sóknarmaður
Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Ögmundur Viðar Rúnarsson (Grótta), Þorsteinn Einarsson (ÍR), Rúnar Dór Daníelsson (Víðir), Nezir Ohran (Hvöt), Björn Hákon Sveinsson (Völsungur), Henrik Bödker (Höttur), Robert Mitrovic (Hamar), Gísli Eyland Sveinsson (Tindastóll).
Varnarmenn: Ingvi Sveinsson (ÍR), Bojan Djordjevic (Víðir), Einar Daníelsson (Víðir), Gissur Jónasson (Hvöt), Aron Bjarnason (Hvöt), Frosti Bjarnason (Hvöt), Ásgrímur Sigurðsson (Grótta), Jens Elvar Sævarsson (Hvöt), Ragnar Heimir Gunnarsson (Hvöt), Ágúst Þór Ágústsson (Hvöt), Rafn Heiðdal (Höttur), Marko Blagojevic (Víðir), Darko Milojkovic (Reynir S.), Sævar Freyr Alexandersson (Afturelding), Arnar Gauti Óskarsson (Afturelding), Tinni Kári Jóhannesson (ÍR), Ólafur Ívar Jónsson (Reynir S.), Anton Ingi SIgurðsson (Reynir S.), Gestur Ingi Harðarson (Afturelding), Uros Hojan (Höttur), Víglundur Páll Einarsson (Höttur), Aron Bjarki Jósepsson (Völsungur), Grétar Ali Khan (Grótta),
Miðjumenn: Erlingur Jack Guðmundsson (ÍR), László Szilágyi (Magni), Karl Brynjar Björnsson (ÍR), Atli Rúnar Hólmbergsson (Víðir), Haraldur Axel Einarsson (Víðir), Stefán Þór Eyjólfsson (Höttur), Predrag Milosavljevic (Hamar), Garðar Guðnason (Grótta), Halldór Jón Sigurðsson (Tindastóll), Bjarni Pálmason (Hvöt), Ingvar Már Gíslason (Magni), Aljosa Gluhovic (Höttur), Ratislav Lazorik (Víðir), Garðar Már Grétarsson (Höttur), Hallgrimur Mar Steingrímsson (Völsungur), Slavisa Mitic (Víðir), Edin Ganjac (Hvöt), Birgir Rafn Birgisson (ÍH),
Sóknarmenn: Mirnes Smajlovic (Hvöt), Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur), Björn Bergmann Vilhjálmsson (Víðir), Davíð Logi Gunnarsson (Grótta), Jóhann Magni Jóhannsson (Reynir S.)
Þjálfari ársins: Guðlaugur Baldursson, ÍR
Guðlaugur Baldursson tók við stjórnartaumunum hjá ÍR síðastliðið haust eftir að liðið hafði verið nálægt því að vinna sér sæti í fyrstu deild. Guðlaugur hefur náð aðdáunarverðum árangri með ÍR en liðið hefur varla tapað leik undir hans stjórn. ÍR varð Reykjavíkurmeistari síðastliðinn vetur og sigraði síðan í B deild deildabikarsins. Í annarri deildinni í sumar hafði ÍR mjög mikla yfirburði, sigraði deildina örugglega og tapaði einungis einum leik, gegn Reyni Sandgerði í lokaumferðinni um helgina.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Atli Már Rúnarsson (Magni), Páll Einarsson (Hvöt), Jónas Hallgrímsson (Völsungur), Ólafur Ólafsson (Afturelding).
Leikmaður ársins: Árni Freyr Guðnason, ÍR
Árni Freyr lék með Reyni Sandgerði í fyrstu deildinni í fyrra en ákvað í vetur að söðla um og ganga til liðs við ÍR. Árni lék frábærlega á miðjunni hjá ÍR-ingum í sumar og var mjög mikilvægur í sóknarleik liðsins. Árni Freyr kom við sögu í nítján leikjum og skoraði í þeim sautján mörk sem þýddi að hann endaði sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Árni Freyr lagði einnig upp mörg af þeim mörkum sem ÍR-ingar skoruðu í annarri deildinni í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Baldvin Jón Hallgrímsson (ÍR), Atli Má Rúnarsson (Magni), Knútur Rúnar Jónsson (Víðir), Paul Clapson (Afturelding), Elías Ingi Árnason (ÍR).
Efnilegasti leikmaðurinn: Elfar Árni Aðalsteinsson, Völsungur
Völsungur frá Húsavík stillti upp mjög ungu liði í annarri deildinni í sumar en meðalaldurinn var í kringum 19 ár. Elfar Árni, sem er 18 ára, er einn af ungum og efnilegum leikmönnum frá Húsavík. Elfar Árni lék á kantinum og frammi hjá Völsungi í sumar en hann skoraði sex mörk í 21 leik. Þess má til gamans geta að eldri bróðir Elfars er Baldur Ingimar Aðalsteinsson leikmaður Vals.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Bjarki Baldvinsson (Völsungur), Davíð Már Stefánsson (ÍR), Axel Kári Vignisson (ÍR), Tómas Joð Þorsteinsson (Afturelding), Hrannar Karlsson (ÍR), Hallgrimur Mar Steingrímsson (Völsungur).
Ýmsir molar:
- Markmenn úr tíu félögum fengu atkvæði í liði ársins að þessu sinni.
- 36 fengu atkvæði sem varnarmenn í vali á liði ársins.
- Framherjarnir í liðinu, Elías Ingi Árnason og Paul Clapson, fengu báðir 20 atkvæði af 22 mögulegum.
- Árni Freyr Guðnason fékk einnig 19 atkvæði af 22 mögulegum á miðjuna.
- Sex varnarmenn úr Hvöt fengu atkvæði að þessu sinni en enginn þeirra komst þó í liðið.
- Atli Már Rúnarsson hjá Magna var markvörður í liði ársins en hann fékk einnig atkvæði sem besti leikmaðurinn og sem besti þjálfarinn.
- Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.
Smellið hér til að skoða lokastöðuna í 2.deildinni
Smellið hér til að sjá lið ársins í 2.deild 2007
Athugasemdir