Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 23. september 2008 22:21
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Leiknis 
Sigursteinn Gíslason tekinn við Leikni R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sigursteinn D. Gíslason hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis en hann samþykkt að gera þriggja ára samning við félagið.

Þetta kemur fram á heimasíðu Leiknis í kvöld en Sigursteinn hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari KR hjá Loga Ólafssyni, Teiti Þórðarsyni og Magnúsi Gylfasyni.

Leiknismenn enduðu í 7.sæti í fyrstu deildinni sem lauk um helgina en eftir síðasta leik liðsins var ljóst að Garðar Gunnar Ásgeirsson myndi ekki verða áfram við stjórnvölinn.

Leiknismenn voru ekki lengi að ráða nýjan þjálfara því að í kvöld samþykkti Sigursteinn að taka við liðinu.

,,Stjórn Leiknis fagnar því sérstaklega að ná að fanga slíkan sigurvegara til félagsins og bindur vonir við þessa ráðningu," segir á heimasíðu Leiknis.

Sigursteinn átti afar farsælan feril sem leikmaður en hann varð níu sinnum Íslandsmeistari með ÍA og KR.

Hann var síðan leikmaður og aðstoðarþjálfari hjá Víkingi Reykjavík áður en hann gerðist aðstoðarþjálfari hjá KR. Hann stýrði KR-ingum einnig tímabundið sumarið 2005 eða frá því lok júlí og út tímabilið.
Athugasemdir
banner