Heimild: AFP
Roselyne Bachelot íþróttamálaráðherra Frakka og Nicolas Sarkozy forseti landsins hafa tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem púað er yfir þjóðsöngnum, ,,La Marseillaise", skuli hætta við leikinn strax.
Þessi ákvörðun þeirra kemur í kjölfar þess að púað var þegar þjóðsöngurinn var leikinn fyrir 3-1 sigur Frakka á Túnis á Stade de France í París í gærkvöld.
,,Ef það er baulað á þjóðsönginn okkar þá verður leikurinn stöðvaður þegar alveg sama hvaða leikur það er," sagði Bachelot eftir að hafa rætt við Sarkozy og Jean Pierre Excalettes forseta franska knattspyrnusambandsins í dag.
,,Meðlimir ríkisstjórnarinnar munu þegar í stað yfirgefa leikvanginn þegar púað er yfir þjóðsöngnum okkar. Þegar það er baulað yfir þjóðsöngnum okkar munu allir vináttuleikir við þjóðina sem á við verða bannaðir í óákveðinn tíma af forseta sambandsins."
Mikill hluti af 60 þúsund áhorfendum í gær voru frá Túnis og sumir þeirra púuðu líka þegar nöfn frönsku leikmannana voru lesin upp fyrir leikinn. Það náði hámarki þegar nafn Hatem Ben Arfa var lesið, hann er fæddur í Frakklandi og á foreldra frá Túnis.
Athugasemdir