Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   lau 08. nóvember 2008 06:00
Hörður Snævar Jónsson
John Andrews áfram þjálfari Hvíta riddarans
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Írinn John Andrews mun áfram þjálfa Hvíta riddarann í 3.deild, líkt og á síðustu leiktíð, en hann mun einnig þjálfa 2. flokk karla hjá Aftureldingu.

,,Knattspyrnuliðið Hvíti Riddarinn í Mosfellsbæ, sem leikið hefur í 3. deild undanfarin ár, mun mæta öflugt til leiks á næsta keppnistimabili. Rétt eins og í fyrra, verður liðið rekið af Knattspyrnudeild Aftureldingar. Jafnframt mun 2. flokkur karla hjá Aftureldingu heita áfram “Afturelding/Hvíti riddarinn” þannig að leikmenn flokksins verða gjaldgengir með báðum félögum," segir í tilkynningu frá Hvíta riddaranum.

Hvíti riddarinn hefur leikið í 3. deildinni undanfarin ár eftir að hafa verið sigursælt í utandeildarkeppninni. Árið 2007 hóf liðið samstarf við Knattspyrnudeild Aftureldingar þar sem liðið varð vettvangur fyrir unga knattspyrnumenn úr herbúðum Aftureldingar til að stíga sín fyrstu skref í meistarflokki, innan um reynslumeiri leikmenn. Tímabilið 2008 tók Afturelding alfarið við rekstri liðsins og rak það samhliða starfi 2. flokks karla.

Leikmenn Hvíta riddarans eru ungir knattspyrnumenn úr Mosfellsbæ sem gengið hafa upp úr 2. flokki á síðustu árum og bíða tækifæris í aðalliði Aftureldingar.

Á fjölmennum fundi sem stjórn Knattspyrnudeildar Aftureldingar hélt á dögunum með leikmönnum, kom í ljós að mikill hugur er að ná langt í mótum næsta keppnistímabils. Jafnframt lýstu leikmenn sig tilbúna að taka frekari þátt í fjármögnun liðsins í því erfiða efnahagsástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu.
Athugasemdir
banner