Dalvík/Reynir sem leikur í þriðju deildinni hefur ráðið Jóhann Hreiðarsson sem spilandi þjálfara fyrir næsta sumar en hann var aðstoðarþjálfari hjá liðinu í sumar. Þetta staðfesti Garðar Níelsson, formaður Dalvíkur/Reynis við Fótbolta.net í dag.
Hann tekur við af Örlygi Þór Helgasyni sem var einnig spilandi þjálfari liðsins í sumar en undir hans stjórn lenti liðið í þriðja sæti D-riðils þriðju deildar með 14 stig. Örlygur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri aðalstjórnar KA.
Jóhann er uppalinn Dalvíkingur en hann á leiki að baki með Val, Víking Reykjavík, Þrótti Reykjavík og Dalvík í 1. deildinni. Hann sneri aftur á heimaslóðir í fyrra eftir að hafa verið á mála hjá Þrótturum.
Í sumar skoraði hann níu mörk í tólf leikjum í þriðju deildinni fyrir félagið.
Hann á að baki samtals 111 leiki og á hann 29 mörk í þeim.
Athugasemdir