Heimild: BBC
Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool verður ekki á varamannabekk liðsins í leiknum gegn Arsenal klukkan 16:00 en BBC greindi frá þessu í dag.
Benitez fór í aðgerð síðastliðinn mánudag þar sem nýrnasteinar voru fjarlægðir.
Hann er ennþá að jafna sig eftir aðgerðina og ferðaðist því ekki með liði Liverpool til London.
Sammy Lee aðstoðarstjóri Liverpool mun því væntanlega stýra liðinu í dag en hann hefur stýrt æfingum í vikunni í fjarveru Benitez.
Athugasemdir