Lyn hafnaði á dögunum tilboði frá Noregsmeisturum Stabæk í varnarmanninn Indriða Sigurðsson. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net í Noregi.
Rolf Magne Walstad, yfirmaður íþróttamála hjá Lyn, staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að félagið hafi fyrir nokkru hafnað tilboði í Indriða á þeim grundvelli að það þótti of lágt.
Hann vildi hins vegar ekki segja til um hvort tilboðið hafi verið frá Stabæk eða hvort önnur félög hafi borið víurnar í Indriða á síðustu misserum.
Athugasemdir