Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 11. mars 2009 13:26
Hafliði Breiðfjörð
Algarve Cup: Ísland tapaði fyrir Kína
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Kjartansson aðstoðarþjálfari. Á bakvið hann má sjá framherjann Hörpu Þorsteinsdóttur sem er í byrjunarliðinu.
Guðni Kjartansson aðstoðarþjálfari. Á bakvið hann má sjá framherjann Hörpu Þorsteinsdóttur sem er í byrjunarliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur gripið nokkrum sinnum vel inní í marki Íslands.
Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur gripið nokkrum sinnum vel inní í marki Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Ragnheiður Ágústa
Kvennalandslið Íslands tapaði nú rétt í þessu lokaleik sínum á Algarve Cup þar sem leikið var um fimmta sætið á mótinu. Mótherjarnir voru Kína sem unnu 2-1 en Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Íslands. Íslenska liðið var betra í leiknum en það eru mörkin sem telja og því fór sem fór.

Leikurinn var í textalýsingu hér á Fótbolta.net og hér að neðan má sjá helstu upplýsingar um það sem gerðist.

Ísland 1-2 Kína
0-1 (Markaskorara vantar '21)
1-1 Harpa Þorsteinsdóttir ('45)
1-2 (Markaskorara vantar ('70)

13:25: Leik lokið með 1-2 sigri Kína.
'90+. mín: Edda Garðarsdóttir fékk að líta gula spjaldið eftir að leikmaður Kína var með leikaraskap.
'90+. mín: Guðbjörg varði skot Kína vel.
'90. mín: Hallbera átti skalla yfir markið.

13:20: Íslenska liðið sækir enn
Íslenska liðið heldur áfram að gera tilraunir til að jafna leikinn og sækir mikið. Kínverska liðið á þó sínar stundir.

'90. mín: Fjórum mínútum bætt við.
'90. mín: Hallbera skallar yfir mark Kínverja
'89. mín. Kína fékk horn sem ekkert varð úr.
'87. mín: Kína fékk aukaspyrnu fyrir utan teig sem ekkert varð úr.
'84. mín: Leikmaður Kína komst ein í gegn en skaut yfir.
'83. mín: Sif Atladóttir fór af velli og Ásta Árnadóttir inn.
'83. mín: Hættuleg sókn Kína sem ekkert varð úr.

13:10: Íslenska liðið sækir mun meira núna. Kínversku verjast bara. Vonandi dettur mark hjá íslensku stúlkunum á síðasta hluta leiksins.

'78 mín: Harpa Þorsteinsdóttir fór af velli og Hallbera Guðný Gísladóttir inn.
'76. mín: Ísland fékk hornspyrnu sem ekkert varð úr.
'74. mín: Ólína G. Viðarsdóttir fór af velli og Erna B. Sigurðarsdóttir inná.
'74. mín: Margrét Lára átti skot rétt framhjá.

12:58: Kína komið yfir aftur
'70. mín. Kínverjar komnir yfir aftur. Framherji þeirra komst ein í gegnum vörn Íslands og skaut framhjá Guðbjörgu sem kom engum vörnum við.


12:55: Ísland pressar
Íslenska liðið pressar hátt og það kínverska er að lenda í vandræðum.

'62. mín: Fanndís Friðriksdóttir sendi boltann fyrir markið á Erlu Steinu sem skaut framhjá.
'61. mín: Dóra María Lárusdóttir farin af velli og Hólmfríður komin í hennar stað.

12:45: Síðari hálfleikur byrjar fjörlega.
Það er nóg að gerast í byrjun síðari hálfleiksins. Íslenska liðið er betra og pressar mun meira sem setur þær kínversku í vandræði. Rakel Hönnudóttir var nokkurn tíma að jafna sig eftir höfuðhöggið í fyrri hálfleik en er nú orðin hress og fylgist með leiknum.

'54. mín: Erla Steina Arnardóttir kom inná í stað Dóru Stefánsdóttur.
'51: mín: Dóra María Lárusdóttir átti skot framhjá.
'51. mín: Margrét Lára átti skot framhjá.
'49. mín: Kína átti skot sem ekkert varð úr.

12:35: Síðari hálfleikur er hafinn.

12:20: Hálfleikur
Finnski dómarinn Kirsi Savolainen hefur nú flautað til loka fyrri hálfleiks.

12:20: Harpa jafnar metin
' 45. mín: Harpa Þorsteinsdóttir jafnar metin eftir varnarmistök Kínverja en hún vippaði boltanum yfir markvörð þeirra. Staðan orðin 1-1.


12:18: Skipting
'45. mín: Rakel Hönnudóttir fór meidd af velli og Fanndís Friðriksdóttir kom inná í hennar stað á '45. mínútu.

12:15: Ísland í færum
Lítið gerðist í langan tíma þar til Ísland átti þrjú tækifæri.

'42. mín: Margrét Lára Viðarsdóttir átt skot yfir markið.
'37. mín: Edda tók hornspyrnuna og Rakel Hönnudóttir skallaði í stöng. Rakel lá eftir og Íslendingar töldu brotið á henni og vildu víti en ekkert var dæmt. Rakel er staðin upp er í lagi.
'37. mín: Fyrirgjöf kom fyrir markið þar sem Edda Garðarsdóttir átti góðan skalla sem var varinn í horn.

12:03: Íslenska liðið farið að sækja meira
Ekkert færi hefur skapast síðustu mínúturnar. Fyrst eftir að Kínverjar komust yfir lenti í íslenska liðið í eltingaleik við það kínverska sem spilaði vel. Ísland hefur náð betri tökum á leiknum síðustu mínútur og er farið að sækja mun meira.

11:53: Kínverjar komnir yfir.
'21. mín: Kínverjar eru komnir yfir. Leikmaður þeirra komst ein og óvölduð í teig og skoraði.


11:50: Kínverska liðið ekki mjög gott
Jafnræði er enn með liðunum. Samkvæmt okkar tengilið á Algarve er kínverska liðið ekki mjög gott og íslenska liðið á að geta unnið það.

'17. mín: Kínverjar fengu hornspyrnu sem Guðbjörg greip vel
'15. mín: Kínverjar fengu aukaspyrnu úti á kanti en Guðbjörg greip vel.

11:40 Jafnræði með liðunum
Leikurinn fer rólega af stað og bæði lið eru að þreifa fyrir sér. Jafnræði er með liðunum en þær kínversku pressa ofarlega. Leikmenn þeirra tóku niður vettlingana fyrir leik enda flott veður.

'10. mín: Margrét Lára lék á tvo varnarmenn og átti góða sendingu á Hörpu Þorsteinsdóttur í vítateignum en Harpa datt og náði ekki skoti á markið.
'9. mín: Kínverjar áttu skot fyrir utan teig en Guðbjörg varði vel.
'8. mín. Kínverjar fengu hornspyrnu sem Guðbjörg greip vel.

11:30: Leikurinn er hafinn.

11:27: Finnskir dómarar
Dómarar leiksins koma frá Finnlandi. Dómarinn heitir Kirsi Savolainen. Hún dæmdi einmitt úrslitaleik Þýskalands og Frakklands í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem leikin var hér á landi árið 2007. Aðstoðadómarar hennar eru Tonja Gaavola og Ana Jokela. 4. dómarinn kemur frá Ghana og heitir Mercy Tagoe - Quardoo.

11:25: Hlýtt fyrir íslendinga - Kalt fyrir Kínverja
Leikið er á sama velli og gegn Norðmönnum þar sem Ísland vann 2-0. Aðstæður eru flottar, glampandi sól, 22 stiga hiti, heiðskýrt og smá gola auk þess sem völlurinn er flottur.

Þetta er lúxusveður á íslenskan mælikvarða en Kínverjarnir eru greinilega ekki á sama máli því leikmenn þeirra hita upp með vettlinga, í síðbuxum og jökkum.

11:20: Byrjunarlið Íslands
Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti í gær byrjunarlið sitt fyrir leikinn. Þrjár breytingar eru á liðinu frá tapinu gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir og Harpa Þorsteinsdóttir koma inn í stað Maríu B. Ágústsdóttur, Ernu B. Sigurðardóttur og Hólmfríðar Magnúsdóttur.

María Björg Ágústsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eru ekki á leikskýrslu vegna meiðsla.

Byrjunarlið Íslands (4-5-1):

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Dóra María Lárusdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner