Heimild: Sky
Samkvæmt Sky Sports News hafa Manchester United samþykkt sex milljóna punda tilboð Hull í Fraizer Campbell.
Sunderland, Stoke City og Fulham eru einnig sögð hafa áhuga á framherjanum unga.
Campbell var á láni hjá Hull í sjö mánuði frá októbermánuði árið 2007 þar sem hann skoraði fimmtán mörk og hjálpaði Hull upp í úrvalsdeildina.
Þrátt fyrir þennan góða árangur með Hull neitaði hann að ganga til liðs við félagið síðasta sumar.
Campbell fór síðan á lán til Tottenham á þessu tímabili þar sem hann byrjaði aðeins inná í einum leik í deildinni.
Athugasemdir