Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 14. júní 2009 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Goal.com 
Real Madrid hugsanlega búnir að bjóða í Arbeloa
Gæti Alvaro Arbeloa farið til Real Madrid í sumar?
Gæti Alvaro Arbeloa farið til Real Madrid í sumar?
Mynd: Getty Images
Alvaro Arbeloa varnarmaður Liverpool er samkvæmt breska dagblaðinu The Sun á innkaupalista Real Madrid og hafa spænsku risarnir boðið 8 milljónir punda í hægri bakvörðinn.

Florentino Perez forseti félagsins virðist vera með heljarinnar innkaupalista en ásamt þeim Kaká og Cristiano Ronaldo virðist hann ætla að fá fjölmarga aðra leikmenn og bendir margt til þess að þeir David Villa og Arbeloa séu tveir þeirra.

Talið er að Perez hafi lagt tilboðið fyrir Liverpool innan við sólarhring eftir að Manchester United samþykkti tilboð hans í Cristiano Ronaldo, en þessi spænski landsliðsmaður hefur verið einn af lykilmönnum Rafa Benítez hjá Liverpool.

Benítez hefur þó fengið þau skilaboð að hann verði að selja leikmenn til að fjármagna eigin félagsskipti og gæti hann því neyðst til að selja Arbeloa ef hann vill styrkja liðið í sumar.

Madrídingarnir hafa nú þegar eytt 156 milljónum punda í að skerpa sóknarleikinn og nú virðast þeir ætla aðeins ætla að hressa upp á vörnina með þeim Arbeloa og mögulega Raul Albiol leikmanni Valencia.

Hvort að Arbeloa vilji snúa aftur til heimalandsins verður bara að koma í ljós en stórt samningstilboð frá Real Madrid gæti virkað mjög freistandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner