Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mið 29. júlí 2009 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Sjáðu bíómyndina Afríka United í fullri lengd á Fótbolta.net
Smelltu á myndbandið til að horfa á myndina í fullri lengd
Mynd: Poppoli
Frá og með deginum í dag geta lesendur Fótbolta.net séð bíómyndina Afríka United í fullri lengd hér á Fótbolta.net. Um er að ræða heimildarmynd í fullri lengd sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi haustið 2005.

Það er kvikmyndafyrirtækið Poppoli Pictures sem er á bakvið myndina sem var í vinnslu í þrjú ár. Það er sama fyrirtæki og gerði myndina vinsælu Blindsker sem fjallaði um ævi Bubba Morthens . Afríka United fjallar um samnefnt knattspyrnufélag sem leikur í þriðju deild hér á landi og hefur verið mikið í fréttum hér á Fótbolta.net.

Zico Zakaria kom frá Marokkó til Íslands til að freista gæfunnar árið 1988. Eftir að hafa gert margar atrennur að Íslenska draumnum endaði ævintýrið á kunnuglegum slóðum. Zico varð gjaldþrota í ársbyrjun 2003, og því fyrirmunað að vinna.

Dökkir tímar auðga kraft hugmyndagyðjunnar og Zico ákveður að blása nýju lífi í lið sitt Africa United, knattspyrnuhóp innflytjenda á Íslandi sem fram að þessu hafði einungis tekið þátt í áhuga-mannamótum. Zico skráir Africa United í íslensku 3. Deildina, en fyrir þá sem ekki vita, þá er ekki spilaður neinn leikskólafótbolti þar.

Til að barna hugmyndina kallar Zico á innflytjendur á Íslandi hvaðanæva að úr heiminum, Marokkó, Nígeríu, Kolimbíu, Serbíu, Kósóvó og Gambíu. Fyrsti leikur liðsins er í Borgarnesi gegn Skallagrímsmönnum, endurnýjað stolt gerir vart við sig þegar Zico fylgist með liði sínu ganga inn á völlinn, hann hefur enga hugmynd um hvað hann hefur komið sér út í.

Africa United var heimsfrumsýnd í Tékklandi 6. júlí 2005 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary við góðar undirtektir. Myndin fékk m.a. mjög góða dóma hjá hinu virta veftímarit Variety.

Leikstjóri myndarinnar er Ólafur Jóhannesson en hann leikstýrði Blindsker – Saga Bubba Morthens sem hlaut Edduna 2004 sem besta heimildamyndin. Myndin er ekki heimildamynd í hefðbundnum skilningi, heldur er hún samstíga stefnu fyrirtækisins að auka aðgengi áhorfenda að sögum úr raunveruleikanum án þess að fórna sannleiksgildi.

Poppoli Pictures framleiddi myndina í samstarfi við Zik Zak filmworks. Framleiðendur voru Ragnar Santos, Ólafur Jóhannesson og Benedikt Jóhannesson. Nánar má lesa um fyrirtækið á www.poppoli.com/.
banner
banner