Sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad vill fá miðjumanninn Jónas Guðna Sævarsson í sínar raðir og gerði félagið KR-ingum tilboð í leikmanninn í dag. Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolti.net.
Forráðamenn Halmstad hafa mikinn áhuga á Jónasi og voru menn á þeirra vegum á leik Stjörnunnar og KR í gærkvöldi, þ.á.m. þjálfari liðsins, í þeim tilgangi að skoða Jónas nánar áður en endanleg ákvörðun um framhald málsins yrði tekin.
Halmstad seldi á dögunum miðjumanninn Andreas Johansson til þýska úrvalsdeildarliðsins Bochum og er Jónas, sem er fyrirliði KR-inga, talinn verðugur arftaki leikmannsins en liðið er með annan leikmann í sigtinu fari svo að ekki verði af kaupunum á Jónasi.
Athugasemdir