Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 31. júlí 2009 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Slagsmál í stúkunni á Kópavogsvelli (Myndir)
Formaður bæjarráðs Kópavogs reyndi að stöðva slagsmálin
Það sauð uppúr á Kópavogsvelli í gær eftir að Breiðablik hafði skorað eina mark leiksins gegn HK í nágrannaslag þessara liða.

Stuðningsmenn liðanna fengu að sitja hlið við hlið í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli og eftir markið byrjuðu lauslegir hlutir að fljúga milli stuðninsmannahópanna, þar á meðal tromma, og endaði með því að slagsmál brutust út.

Þriggja manna öryggisgæsla var í stúkunni. Í stað þess að setja bil milli stuðningsmannana sátu þeir efst í stúkunni. Fordæmi eru fyrir slagsmálum milli þessara stuðningsmannahópa því ekki eru mörg ár síðan stuðningsmönnum liðanna lenti saman fyrir aftan nýju stúkuna eftir einn leik liðanna.

Fljótlega náðist þó að róa menn niður en öryggisgæsla í stúkunni var aukin og lögregla mætti á staðinn í leikhléi til að hafa auga með mannskapnum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá baráttunni en þarna má meðal annars sjá Ómar Stefánsson formann bæjarráðs Kópavogs á myndunum.

Margt að gerast. Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs Kópavogs er hér að reyna að stöðva einn ólátasegginn og fyrir aftan hann má sjá móður halda fyrir augu barns síns svo það verði ekki vitni að slagsmálunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner