Heimild: AP
Mega ekki kaupa leikmenn fyrr en árið 2011
FIFA tilkynnti í dag að Chelsea hafi verið bannað að kaupa leikmenn næsta árið því félagið hvatti franskan leikmann til að rifta samningi sínum við sitt félag. Því má Chelsea næst kaupa leikmann í janúar glugganum árið 2011.
FIFA sendi út tilkynningu þessa efnis nú rétt í þessu en þar kemur fram að Chelsea megi ekki kaupa nýja leikmenn, hvorki frá Englandi né erlendis frá í næstu tveimur félagaskiptagluggum, janúar 2010 og sumargluggan sama ár.
Það var franska félagið Lens sem kvartaði yfir því að Chelsea hafi reynt að fá Gael Kakuta til að rifta samningi sínum við félagið og fara til London.
Þá er Kakuta einnig dæmdur í fjögurra mánaða leikbann vegna málsins og honum og Chelsea gert að greiða Lens 780 þúsund evrur í skaðabætur.
Chelsea þarf einnig að greiða Lens 130 þúsund evrur til viðbótar í uppeldisbætur.
Chelsea má áfrýja dómnum en Kakuta hafði komið til Chelsea árið 2007 og hefur leikið með varaliði félagsins.
Athugasemdir