PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mið 09. desember 2009 11:53
Magnús Már Einarsson
Japanskur markvörður til reynslu hjá KR
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Japanski markvörðurinn Akihiro Hayashi verður til reynslu hjá KR næstu daga.

Hayashi er 22 ára, 192 cm á hæð og hefur spilað með U-20 og U-23 liði Japans. Hann vakti athygli fyrir góða frammistöðu á HM U20 ára liða í Kanada árið 2007.

Leikmaðurinn er samningsbundinn Plymouth á Englandi en gæti hugsanlega farið til KR a láni næsta sumar.

,,Já, ég get staðfest þetta. Hann lítur vel út á pappírunum en þarf auðvitað að sanna sig á reynslutímanum," sagði Halldór Birgir Bergþórsson umboðsmaður hjá Sportic við Fótbolta.net í dag.

,,Við hjá Sportic erum búnir að byggja upp mjög öflugt tengslanet erlendis og þetta kemur í gegnum okkar samstarfsaðila í Englandi."

KR-ingar eru í leit að markverði en þeir seldu Stefán Loga Magnússon til Lilleström síðastliðið sumar. Í kjölfarið kom norski markvörðurinn Andre Hansen til KR á láni frá Lilleström en ólíklegt er að hann leiki aftur á Íslandi næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner