fim 28. janúar 2010 19:00
Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki gerði þriggja ára samning við KR (Staðfest)
Viktor Bjarki er kominn í KR að nýju.
Viktor Bjarki er kominn í KR að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Viktor Bjarki Arnarsson er genginn til liðs við KR að nýju frá Nybergssund í Noregi en hann skrifaði undir þriggja ára samning við vesturbæjarfélagið í kvöld.

Þetta staðfesti Viktor Bjarki sjálfur við Fótbolta.net í kvöld en hann sagði að þó hann geri þriggja ára samning við félagið vonist hann til að komast aftur út í atvinnumennsku í haust og líti á KR sem góðan glugga til þess.

Viktor Bjarki spilaði síðast með KR sumarið 2008 en þá kom hann til félagsins á láni út tímabilið frá Lilleström í Noregi.

Þá lék hann 19 deildarleiki og skoraði eitt mark auk þess að skora annað mark í fjórum bikarleikjum og þótti standa sig mjög vel.

Hann er 27 ára gamall og uppalinn í Víkingi. Hann var valinn leikmaður ársins í efstu deild hér á landi sumarið 2006 er hann lék með Víkingi.

Rætt verður við Viktor Bjarka í viðtali hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner