Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
   fös 29. janúar 2010 16:35
Magnús Már Einarsson
Ólafur Karl Finsen í Stjörnuna (Staðfest)
Ólafur Karl fagnar marki í leik með U17 ára landsliðinu.
Ólafur Karl fagnar marki í leik með U17 ára landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sigurpáll Árnason
Stjarnan hefur gengið frá samningi um að fá framherjann Ólaf Karl Finsen á láni frá AZ Alkmaar út þetta ár. Sigurður Hilmarsson formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

Ólafur Karl er uppalinn hjá Stjörnunni en hann fór til AZ Alkmaar í júní árið 2008.

Hann fékk á dögunum leyfi til að fara til Íslands á láni og ræddi í kjölfarið við Stjörnuna og KR.

Í dag var síðan gengið frá því að Ólafur Karl mun leika með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar.

Þessi sautján ára gamli leikmaður hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en á þessu ári spilaði hann með U18 og U19 ára landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner