Nú virðast allir vegir liggja til Romans Abramovic því að nú er það staðfest að Peter Kenyon, stjórnarformaður Manchester United og einn af stærri burðarásum í félaginu, hefur sagt upp störfum til að gegna svipuðu starfí í herbúðum Chelsea. David Gill sem hefur unnið hjá liðinu um skeið mun taka við starfi Kenyon.
Forráðamenn Manchester United staðfestu þetta fyrr í kvöld og hljóðaði yfirlýsing frá félaginu svo: ,,Stjórn Manchester United er afar ánægð að tilkynna það að David Gill hefur tekið við starfi stjórnarformanns og tekur ráðningin gildi tafarlaust þar sem Peter Kenyon sagði starfi sínu lausu í dag."
Ekki er gott að segja hvaða áhrif þetta mun hafa á störf félaganna en þetta er án efa mikill missir fyrir United þar sem Kenyon hefur reynst þeim afar vel í gegnum tíðina.
Athugasemdir