Munið að "refresha" síðuna reglulega
Ísland er í riðli með Portúgal, Danmörku, Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 en dregið var í riðla nú fyrir stundu.
Því er ljóst að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims undanfarin ár, mun mæta á Laugardalsvöllinn með liði Portúgala.
Íslendingar voru með Dönum í riðli í undankeppni EM 2008 og með Norðmönnum í undankeppni HM 2010 og þessi lið mætast núna að nýju.
Ísland leikur í H-riðli og er því í fimm liða riðli líkt og í undankeppni HM. Því er Ísland neðst á heimslistanum af þeim liðum sem eru í riðlinum.
H-riðill:
Portúgal
Danmörk
Noregur
Kýpur
Ísland
A-riðill:
Þýskaland
Tyrkland
Austurríki
Belgía
Kazakhstan
Azerbaijan
B-riðill:
Rússland
Slóvakía
Írland
Makedónía
Armenía
Andorra
C-riðill:
Ítalía
Serbía
Norður-Írland
Slóvenía
Eistland
Færeyjar
D-riðill:
Frakkland
Rúmenía
Bosnía-Herzegóvína
Hvíta-Rússland
Albanía
Lúxemborg
E-riðill:
Holland
Svíþjóð
Finnland
Ungverjaland
Moldavía
San Marino
F-riðill:
Króatía
Grikkland
Ísrael
Lettland
Georgía
Malta
G-riðill:
England
Sviss
Búlgaría
Wales
Svartfjallaland
I-riðill:
Spánn
Tékkland
Skotland
Litháen
Liechtenstein
Sigurvegarinn úr hverjum riðli fer áfram á EM en gestgjafarnir í Póllandi og Úkraínu hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu. Liðið með bestan árangur í öðru sæti í undankeppninni fer einnig áfram á EM en önnur lið sem enda í öðru sæti munu fara í umspil um sæti á mótinu.